Melaskóli í sumarleyfi

gledilegtsumar

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 15. júní og opnar aftur að loknu sumarleyfi 7. ágúst.

Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst 2018.  Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra í ágúst.

Starfsfólk Melaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar fyrir samstarfið á liðnu skólaári.

Skólaslit

melo kringlan

Fimmtudagurinn 7. júní 2018

Mæting: Allir nemendur (í 1.-6. bekk) mæta tímanlega í heimastofur sínar og ganga þaðan í skála. Mæting er því tíu mínútum fyrir hverja athöfn.

Dagskrá í skála:

Ávarp skólastjóra

Að lokinni athöfninni í skálanum fara nemendur ásamt foreldrum í heimastofurnar þar sem þeir fá afhentan vitnisburð vetrarins og eiga kveðjustund. 

Hér eru tímasetningar skólaslitanna, eftir árgöngum:

Kl. 9:00             1. og 2. bekkur

Kl. 10:00           3. og 4. bekkir

Kl. 11:00           5. og 6. bekkur

Útskrift 7. bekkjar fer fram í hátíðarsal skólans og hefst kl. 13.

Skólaakstur verður fram og til baka fyrir alla árganga.


Útskrift 7. bekkjar

Fimmtudagurinn 7. júní 2018 kl. 13
Melaskoli logo300

Mæting í heimastofu kl. 12:50, þaðan er gengið upp í sal.

Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans og hefst kl. 13:00.  

Dagskrá

 1. Inngangsorð skólastjóra.
 2. Tónlistaratriði úr 7. bekk.
 3. Frá nemendum.
 4. Afhending viðurkenninga
 5. Ávarp skólastjóra.
 6. Ísland ögrum skorið, samsöngur.
 7. Skólastjóri slítur skólanum fyrir skólaárið 2017-2018.

Að athöfn lokinni fara umsjónarkennarar með nemendum sínum og foreldrum þeirra inn í bekkjarstofur þar sem þeir afhenda vitnisburð og eiga kveðjustund.

Skólastjóri

Vorhátíð Melaskóla

6. júní 2018

Kl. 8:30 Nemendur mæta í kennslustofurnar, skv. stundaskrá
Kl. 8:40 Samsöngur yngri nemenda í Skála. Söngblað.
Kl. 9:15 Samsöngur eldri nemenda í Skála. Söngblað.

Umsjónarkennarar og list- og verkgreinakennarar eru með nemendum samkvæmt stundaskrá og/eða í samráði við umsjónarkennara.

Að öðru leyti er dagskráin skv. stundaskrá eins og á venjulegum skóladegi, fram yfir hádegið.

Skrúðganga

Kl. 13:20 Stillt upp í skrúðgöngu.
Kl. 13:30 Skrúðgangan með Lúðrasveit Vesturbæjar í fararbroddi leggur af stað frá Melaskóla.

Leiðin er Hagamelur – Hofsvallagata – Ægissíða – Fornhagi – Hagatorg – Melaskóli.

7. bekkur er fremstur og þar á eftir í þessari röð, vinabekkirnir: 1. og 4. bekkur, 2. og 5. bekkur, 3. og 6. bekkur.

7. bekkir verði gulir
1. og 4. bekkir verði rauðir
2. og 5. bekkir verði grænir
3. og 6. bekkir verði bláir

Kl. 14:15 Dans á skólalóð.
Kl. 14:45 Vinaliðar verða með stöðvar á skólalóðinni. Tökum þátt í leikjunum áður við förum í pulsuröðina.
Kl. 15:00 – 16 Pylsur og djús - merkt röð fyrir hvern árgang. Grillvagninn mætir á svæðið.
Kl. 15:15 Skemmtiatriði í boði Foreldrafélagsins.
Kl. 16:00. Skólabjallan hringir út.

Myndmennt utandyra

 • 20180515 133647
 • 20180523 093101
 • 20180523 130042
 • 20180524 125011
 • 20180525 085933
 • 20180528 132535
 • 20180531 090508
 • 20180531 132003
 • 20180531 132408

Undanfarnar vikur hafa nemendur nýtt vorblíðuna til að teikna og mála utandyra í nágrenni skólans. Meðal staða sem þau hafa sótt myndefni til eru Tjörnin, Hólavallagarður og elliheimilið Grund, auk þess sem þeir hafa glímt við höggmyndir Ásmundar Sveinssonar; "Björgun" við Ægissíðu og "Sæmund á selnum" framan við Háskóla Íslands.