Meistarakokkur Melaskóla

IMG 6388IMG 6420IMG 6432

Í síðustu viku var haldin matreiðslukeppnin Meistarakokkur Melaskóla fyrir nemendur í 7. bekk.

Nemendur stóðu sig að sjálfsögðu svakalega vel og göldruðu fram gómsætar máltíðir.

Þemað að þessu sinni var ,,dularfulli kassinn“ eða Mystery Box en nemendur matreiða þá öll úr sömu hráefni sem eru tíu talsins. Nota verður öll hráefnin og fá þau til þess rúmlega 45 mínútur.

Þetta er mjög skemmtilegir tímar og leynist meistarkokkur í hverjum einasta nemenda hér í Melaskóla.

Janúar 2018

astrid lindgren1

Starfsfólk Melaskóla óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það liðna. Skólastarfið er komið í fullan gang og fer vel af stað. Við minnum á að þann 24. janúar er starfsdagur kennara og að 30. og 31. janúar verða nemenda- og foreldraviðtöl þar sem nemendur fá m.a. afhentan vitnisburð.

Gleðilega hátíð

melaskoli
Starfsfólk Melaskóla sendir ykkur hugheilar jólakveðjur með óskum um farsæld og frið á komandi ári. Kærar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
 
Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar 2018.

Í desember

 • aefing1
 • aevar
 • des1
 • des2
 • des3
 • des4
 • des5
 • des6
 • des7
 • des8
 • des9
 • dese1
 • dese2
 • dese3
 • halli
 • lego
 • leikrit
 • samsongur

Að venju er líf og fjör í Melaskóla í jólamánuðinum. Auk hefðbundinna starfa vinna nemendur að verkefnum sem tengjast jólahefðum skólans. 7. bekkingar gera klárt fyrir leikritið sitt, 4. bekkirnir sýna helgileik í Neskirkju, 3. bekkir æfa jólasveinaleikrit og samsöngur nemenda á sínum stað á jóló-deginum. Rithöfundar hafa heimsótt nemendur og lesið úr nýjum bókum, Skólahljómsveit vestur- og miðbæjar hélt sína árlegu jólatónleika í Skálanum. Meðfylgjandi myndir gefa vonandi ágæta innsýn í skólastemmninguna.