Syrpur á safni

syrpa gjof

Skólasafni Melaskóla var færð vegleg gjöf frá nemanda í dag. Þarna er á ferð nokkrir tugir af  Syrpum sem verða aðgengilegar öllum nemendum skólans. Syrpa eru kiljur í vasabroti sem innihalda myndasögur frá Disney, einkum sögur um Andrés önd, Mikka mús og sögupersónur sem þeim tengjast. Melaskóli þakkar kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Samsöngur

 

 • 22546846 10154831824310636 1592621981 o
 • 22563855 1682494778441357 8207749 o
 • 22563939 10154831824390636 338935054 o
 • 22641761 10154831824255636 1768338059 o
 • 22664100 1682494128441422 2116311896 o
 • 22689737 1682494085108093 627565335 o
 • IMG 7639

Samsöngur var í Skála Melaskóla 18. okt. og var gaman að sjá hvað margir foreldrar mættu til að hlusta á nemendur. Jóhanna Bjarnadóttir tónmenntakennari var heiðruð með söng barnanna um leið og henni var þakkað fyrir þau störf sem hún hefur unnið fyrir Melaskóla sl. 26 ár.

Efniviður myndsköpunar

 • 20170926 085532
 • 20170926 085804
 • 20170926 110127
 • 20170928 091759
 • 20170928 092024
 • 20171003 103655
 • 20171003 103944

Nemendur annars bekkjar hafa verið iðnir við að safna haustlaufum sem þau nota sem efnivið til myndsköpunar. Þeim finnst forvitnilegt að rýna í undraheim haustlitanna.

Samsöngur 18. október

samsongur

Samsöngur verður haldinn miðvikudaginn 18. október í Skálanum.

Yngri nemendur syngja kl.8:40 og eldri nemendur syngja kl.9:15.

Textablöðin eru hér: Yngri nemendur  og  eldri nemendur.

Skólasöngur Melaskóla

Aðstandendur er velkomnir að mæta.