Nemendaverðlaun

nemverd mai SmallNemendaverðlaun skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hafa verið veitt. Tveir nemendur úr Melaskóla fengu verðlaun að þessu sinni. Benedikt Vilji Magnússon úr 7.ÞH var tilnefndur fyrir einstaka kunnáttu og hæfni í tæknimennt, góðan námsárangur og að vera jákvæð fyrirmynd. Kristrún Sverrisdóttir úr 7.HH var tilnefnd fyrir framúrskárandi námsárangur, sjálfstæði, hugmyndaríki og vandvirkni í vinnubrögðum. Jafnframt fyrir að vera listræn, skapandi og traustur félagi. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.

hop nemverd Small

        

Vorhátíð

Þriðjudagurinn 6. júní er venjulegur skóladagur samkvæmt stundaskrá.
Samsöngur verður:
hjá yngri nemendum kl. 8:40
hjá eldri nemendum kl. 9:00
 
Eftir skóladaginn hefst vorhátíð á skólalóðinni í samstarfi við Foreldrafélag Melaskóla.
Kl. 14:00 leggur skrúðgangan af stað og fer hefðbundna leið um hverfið.
Nemendur eru hvattir til að mæta í "glaðlegum" litum og með hatta eða einhvern skemmtilegan höfuðbúnað.
Leikir, dans, pylsur og skemmtun verða á skólalóðinni þar til skólabjallan hringir kl. 16:00.

Nemendur á sinfóníutónleikum

Í vikunni fóru nemendur úr Melaskóla á tónleikana Tónskáldið er dautt í Hörpu.  

Tökum þátt

Menntastefna

Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.

Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030.