Kennaraheimsókn

os3ken smaller

Í vikunni heimsóttu 26 erlendir kennarar Melaskóla. Heimsóknin er hluti af  Erasmus verkefni um kennslumál í Evrópu. Íslenska skólakerfið þykir hafa margt til síns ágætis og vildu hinir erlendu gestir sannreyna það. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra af gestunum heimsækja 6. bekk (6.ÓS). Ekki er annað að sjá en að gestirnir séu ánægðir með móttökurnar.

Good morning all!

enska medium

6MB and 6KS are working on a science studies-based project during English class this week. We are making posters using knowledge acquired during nature studies (náttúrufræði). We have a lot of creative work and having fun learning about our Solar System in English. 

All the best,
students from 6MB and 6KS. 

Þöndum vængjum

Í vikunni var skutlukeppni í 5.JÓ í tengslum við námsefni um krafta í eðlisvísindum. Allir nemendur notuðust við pappír sömu stærðar og gerðar. Allar skutlur voru því jafn þungar. Hönnun var frjáls en markmiðið að þær gætu flogið sem lengst en allir fengu eina flugtilraun. Sumum tókst að hanna skutlur sem þutu langt en aðrar náðu vart flugi. Þegar keppni var lokið voru langdrægustu skutlurnar skoðaðar og rætt hvað væri vel heppnað við hönnun þeirra.

Pönnukökubakstur

ponnukaka

Nemendur í 6. bekk æfðu sig í síðustu viku í pönnukökubakstri og stóðu sig að sjálfsögðu eins og hetjur! 

Margar af þeim uppskriftum sem nemendur styðjast við í heimilisfærði má finna á heimasíðu skólans. Hér er svo uppskriftin af pönnukökunum:

  • 2 egg
  • 3-5 dl. mjólk
  • pínulítið salt
  • ½ msk. sykur
  • 3-5 dl. hveiti
  • Vanilludropar eftir smekk
  • 1-2 msk. smjör sem brætt er á pönnukökujárninu og síðan hellt saman við pönnukökudeig.
  • Hráefni sett í skál og hrært saman.

Svo er bara að steikja J