Íslenskuverðlun

tinnaogisafold
 
16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, fengu þær Tinna í 7. KS og Ísafold Salka í 4. HLG Íslenskuverðlun unga fólksins, við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Umsagnirnar um þær eru m.a. svohljóðandi: Ísafold Salka hefur einstakan áhuga á íslenskri tungu, er mjög skapandi og listræn bæði í máli og ritun.
Tinna er mjög dugleg að lesa og mikill lestrarhestur. Upplestur hennar er skýr og greinilegur.
Í ritun er hún mjög skapandi og skrifar lipran og læsilegan texta sem gaman er að lesa og hlusta á.

Björgvin Þór Þórhallsson
skólastjóri Melaskóla

Astrid Lindgren 110 ára

astridÞemadagar verða dagana 14. og 15. nóvember. Viðfangsefnið þeirra eru verk sænska rithöfundarins Astrid Lindgren og sögupersónur hennar sem ættu að vera flestum að góðu kunnar. 14. nóvember hefði Astrid Lindgren orðið 110 ára og því ærið tilefni til að tileinka þemadaga hennar ævintýraheim.

Rúmmetri rúmar margt

rummetri

 Þessa dagana eru nemendur í 7. bekk að læra um rúmfræði. Þau mæla hvað ýmis konar ílát rúma, nota sentikubba og búa til einn rúmmetra. Hann er merkilegur þessi rúmmetri. Hann samsvarar milljón rúmsentrimetrum og 1000 lítrum. En hvað skyldu margir nemendur komast fyrir í einum rúmmetra?