Út að skapa

utadskapa 1 Small

Skólastarfið hófst af fullum krafti í dag í Melaskóla. Börnin nutu þess að vinna úti í góða veðrinu í smíði og textílmennt þar sem unnið var við að skreyta skólann og búa til allskyns stórkostleg listaverk.

utadskapa 2 Small

Að fara vel með bækur

Við ætlum að leggja áherslu á að setja utan um allar fjölnota bækur með hreinlæti, endingu og sparnað að leiðarljósi.

Hér fyrir neðan er myndband með aðferð sem er góð, sér í lagi vegna þess að ekkert límband fer á bókina.

Kær kveðja, Vanda Sig.

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Melaskóla byrjar í skála skólans.

Kl. 9:00 Nemendur í 2. og 3.bekkur

Kl. 10:00 Nemendur í 4. og 5. bekk

Kl. 11:00 Nemendur í 6. og 7.bekk

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23.ágúst.


Nemendur í 1.bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum/forráðmönnum sínum dagana 22. og 23.ágúst. Kennarar mæta til starfa þriðjudaginn 15. ágúst og fljótlega eftir það munu nemendur og foreldrar fá nánari tímasetningu á viðtali.

Kennsla hjá þeim hefst samkvæmt stundaskrá, fimmtudaginn 24.ágúst.

Við hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Melaskóla.

Skólaslit

z6

Að venju var útskrift 7. bekkinga við hátíðlega athöfn á sal skólans þar sem nemendur sáu m.a. um tónlistaratriði og fluttu kveðjuorð.

P6120385m

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í íslensku og náttúrufræði. Að þessu sinni fengu Arna Geirsdóttir,  Kristín Shu Rui Karlsdóttir, Ólafur Jökull Hallgrímsson og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir í íslensku. Í náttúrufræði  voru það Kristrún Sverrisdóttir, Lilja Hugrún Pétursdóttir, Sigrún Heba Arnardóttir og Svava Matthíasdóttir.