Barnamenningarhátíð

  • BD8B457A-4E10-42B8-8171-1DB9AE0D35FB
  • barnamenning1
  • barnamenning2
  • barnamenning3
  • barnamenning4
  • barnamenning5
  • barnamenning6
  • barnamenning7
  • barnamenning8

 Í tilefni af Barnamenningarhátíð hittust nemendur í  1. bekk á sal og sungu lagið Meistari Jakob á þeim tungumálum sem töluð eru í árganginum sem eru tíu talsins. Alls má finna 29 tungumál í Melaskóla. Svava tónmenntakennari æfði upp lögin með nemendum og stýrði svo samsöngnum af mikilli list.  

Nemendur í 6. bekk fengu sænsku danskennarana Theu og Sofiu sem ganga undir listamannsnafninu Blauba í heimsókn. Skóladagurinn byrjaði á músík og danssýningu í skálanum okkar sem endaði uppá sal í dansnámsskeiði.

Nemendur í 4. bekk löbbuðu í Hörpu þar sem Barnamenningarhátíð var sett með pompi og pragt með troðfullum Eldborgarsal af 4. bekkingum úr grunnskólum borgarinnar.

Á föstudag, 20.4. stendur Selið/frístundin fyrir miklum tónlistarviðburði hérna í skálanum í Melaskóla kl. 15:00 – 16:30 í tilefni Barnamenningarhátíðar.

Að lokum viljum við þakka fyrir veturinn og óska ykkur gleðilegs sumars en á morgun er sumardagurinn fyrst, sem er frídagur.

Blár apríl

blar april

Blái dagurinn er nú haldinn hátíðlegur á Íslandi í fimmta sinn en honum er ætlað að vekja athygli á einhverfu og málefnum einhverfra barna.  Blái liturinn hefur fest sig  í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim  og því eru allir hvattir til að halda upp á daginn með okkur í Melaskóla með því að klæðast bláu þann 6.apríl næstkomandi.

Það er Blár apríl-Styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur fyrir deginum eins og undanfarin ár.  Markmið bláa dagsins er að fá landsmenn til að sýna einhverfum stuðning sinn.  Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjölbreytileikann að verðleikum. Á heimasíðunni www.blarapril.is er að finna kynningar- og fræðsluefni um einhverfu.

Sýnum lit og klæðumst BLÁU föstudaginn 6.apríl.  Fögnum fjölbreytileikanum-því lífið er blátt á mismunandi hátt!

Verðlaunahafi í teiknisamkeppni

Herdís Kristjánsdóttir, 4. HLG vann til verðlauna í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins sem Mjólkursamsalan stendur fyrir ár hvert. Hér er mynd Herdísar.

herdis mjolk

Herdís vann til verðlauna, 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð. Nú munu nemendur í 4. HLG og Heiða umsjónarkennari, ásamt foreldrum, finna eitthvað skemmtilegt til að gera fyrir þessa peninga – nú, eða geyma þá þangað til í 7. bekk!

Ekki sjálfa þig

ekkisjalfaHandrit Birnu Guðlaugsdóttir í 6.EB var valið til framleiðslu í handritasamkeppni RÚV. Handritið ber yfirskriftina Ekki sjálfa þig og mun afraksturinn verða sýndur næstkomandi sunnudag í Stundinni okkar. Þá má einnig sjá viðtal við handritshöfundinn og störf teymisins á tökustað sunnudag 12. mars. Við erum gífurlega stolt af þessum upprennandi höfundi og munum fylgjast vel með frumsýningu myndarinnar. Til hamingju Birna!