Blái dagurinn

blaraprilBlái dagurinn er nú haldinn hátíðlegur á Íslandi í fjórða sinn en honum er ætlað að vekja athygli á einhverfu og málefnum einhverfra barna.  Blái liturinn hefur fest sig  í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim  og því eru allir hvattir til að halda upp á daginn með okkur í Melaskóla með því að klæðast bláu þann 4.apríl næstkomandi.

Það er Blár apríl-Styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur fyrir deginum eins og undanfarin ár.  Markmið bláa dagsins er að fá landsmenn til að sýna einhverfum stuðning sinn.  Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjölbreytileikann að verðleikum.

Í byrjun apríl kemur út nýtt fræðslumyndband um einhverfu , það er stutt teiknimynd ætluð börnum á yngri skólastigum.  Teiknimyndin verður frumsýnd í byrjun aprílmánaðar á nýjum vef, www.blarapril.is , sem opnar samhliða.

Sýnum lit og klæðumst BLÁU þriðjudaginn 4.apríl.  Fögnum fjölbreytileikanum-því lífið er blátt á mismunandi hátt !

Vinaliðar

 
Fyrir stuttu var haldið vinaliðanámskeið í Frostheimum fyrir þá nemendur sem eru vinaliðar. Vinaliðar hafa það hlutverk að sjá um leikið í frímínútum fyrir 5.-7. bekk. Vinaliðarnir lærðu fullt af nýjum leikjum og geta því boðið uppá fjölbreytta leiki  á skólalóðinni.

Stóra upplestrarkeppnin

storaleskepp

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Ráðhúsinu Reykjavíkur í gær og stóðu okkar nemendur sig með stakri prýði. Thea  og Stefán bæði í 7. ÞH lentu í 1. og 2. sæti.

Þetta var einstaklega ánægjuleg stund og allir lesararnir mjög jafnir og góðir.

Sólin okkar

 

Í síðustu viku útbjuggu nemendur í 6.ÓS veggmynd af sólinni. Aðrir 6. bekkir höfðu þegar lokið við gerð slíkra mynda og því 6.ÓS ekki til setunnar boðið. Sólin var minnkuð þúsund milljón sinnum (þ.e. um einn milljarð) og reyndist því vera 1,4 mtr. í þvermál. Nemendur teiknuðu, máluðu, klipptu og hengdu að lokum sólin upp á vegg. Í samanburði við sólina er stærð annarra reikistjarna í sólkerfi okkar mæld í mm og/eða cm.