Útikennsla á svölunum

myndmennt

Nemendur og kennarar nýttu góða veðrið og fluttu kennsluna undir bert loft í haustblíðunni.

Heimilisfræði í 4.bekk

4.bekkur lætur ljós sitt skína í heimilisfræði!

heimilisfraedi12sept

Nemendur lærðu m.a. um mikilvæg atriði í eldhúsinu og hrærðu svo í gómsætar kókoskúlur eins og ekkert var!“

Orkan okkar

 • IMG 0034
 • IMG 0828
 • IMG 0876
 • IMG 0878
 • IMG 0943
 • IMG 0948
 • IMG 0951
 • lego1
 • lego2
 • lego3
 • lego4

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 7. bekk kynnt sér undraheima orkunnar í hópavinnu. Þeir hafa m.a. hannað úr Legó-kubbum orkuver sem ganga fyrir vindi, vatni og sólarljósi. Nemendur velta fyrir sér hugtökum eins og „grænni orku“, endurnýjanlegi orka, orkusparnaði, orkubreytingum, sjálfbærni o.fl.. Í lok mánaðarins munu nemendur síðan kynna niðurstöður allra hópa.

Dagur læsis

bókasafnÍ dag 8. september á degi læsis og bókasafnsins hefst lestrarmaraþon hjá nemendum í 2. bekk .

Allir lesa eins margar blaðsíður og þeir mögulega geta, heima og í skólanum.

Eftir vikuna leggjum við blaðsíðurnar saman og sá bekkur sem stendur sig best fær viðurkenningarskjal.