Samvinna við Myndlistaskólann

Nýlega lauk þriðja og síðasta hluta samvinnuverkefnis Melaskóla og Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur í fysta bekk unnu verkefni í Myndlistaskólanum í þrjá daga, en fjórða daginn var haldin uppskeruhátíð í Melaskóla, þar sem foreldrum var boðið að sjá listaverk og hlusta á hljómkviður nemenda. Mikill sköpunarkraftur og skemmtilegheit þar á ferð.

Meistarakokkur Melaskóla

Matreiðslukeppnin Meistarakokkur Melaskóla var haldin fyrir stuttu. Þar var hver kræsingin á eftir annarri borin fram við mikinn fögnuð dómaranna. Dómararnir, sem voru þrír að þessu sinni, áttu enda í miklum erfiðleikum með að finna besta réttinn, en dæmt var eftir útliti, bragði, samsetningu og hollustu.

Það er óhætt að segja að allir nemendurnir eigi framtíð fyrir sér í matreiðslu, kjósi þeir hana sem starfsvettvang. 

Fjársjóður þjóðar

listasafn 5b Small

Nemendur 5. bekkjar Melaskóla fóru dagana 4. og 5. maí síðastliðinn í heimsókn á Listasafn Íslands.  Þar var tekið mjög vel á móti hópunum og þeim kynnt verk á sýningunni Fjársjóður þjóðar. 

Meistari Jakob

 

Meistari Jakob sunginn á mörgum tungumálum

Í tilefni af nýafstaðinni Barnamenningarhátíð hittust hver árgangur Melaskóla á sal og sungu lagið Meistari Jakob á ýmsum tungumálum. 6. bekkingar sungu t.d lagið á 12 tungumálum sem leynast meðal nemenda árgangsins. Alls má finna 29 tungumál í skólanum. Svava og Jóhanna stýrðu samsöngnum af mikilli list. Hvílkur tungumálafjársjóður leynist á meðal nemenda skólans!