Orkan okkar

 • IMG 0034
 • IMG 0828
 • IMG 0876
 • IMG 0878
 • IMG 0943
 • IMG 0948
 • IMG 0951
 • lego1
 • lego2
 • lego3
 • lego4

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 7. bekk kynnt sér undraheima orkunnar í hópavinnu. Þeir hafa m.a. hannað úr Legó-kubbum orkuver sem ganga fyrir vindi, vatni og sólarljósi. Nemendur velta fyrir sér hugtökum eins og „grænni orku“, endurnýjanlegi orka, orkusparnaði, orkubreytingum, sjálfbærni o.fl.. Í lok mánaðarins munu nemendur síðan kynna niðurstöður allra hópa.

Dagur læsis

bókasafnÍ dag 8. september á degi læsis og bókasafnsins hefst lestrarmaraþon hjá nemendum í 2. bekk .

Allir lesa eins margar blaðsíður og þeir mögulega geta, heima og í skólanum.

Eftir vikuna leggjum við blaðsíðurnar saman og sá bekkur sem stendur sig best fær viðurkenningarskjal.

Norræna skólahlaupið

Fimmtudaginn 7. september verður Norræna skólahlaupið á Ægisíðunni. Það mun fara fram með hefðbundnu sniði, nemendur mæta niður á Ægisíðu og hlaupa á göngustígnum þar.

Íþróttakennarar verða á Ægisíðunni frá kl. 8:30 - 12:30. Hefðbundin íþróttakennsla verður því ekki á þeim tíma.

Frá 13:00 - 14:20 verða íþróttatímar samkvæmt stundaskrá.

Nemendur í 1. - 4. bekk mega mest fara 5 km (tvo hringi) en nemendur í 5. - 7. bekk mega mest fara 10 km (fjóra hringi).

Við minnum á að nemendur mæti í hentugum hlaupafatnaði þennan dag.

Kynningarfundir

Kynningarfundir fyrir foreldra eru haldnir í heimsstofu nemenda dagana 28.ágúst - 4. september kl. 8:30-10:00, einn árgangur á dag. Á þessum fundum kynna kennarar fyrirkomulag námsins og starf vetrarins fyrir foreldrum og kosnir eru bekkjarfulltrúar. Þessir fundir hafa reynst kjörinn vettvangur fyrir foreldra til að kynnast og ræða saman um málefni barna sinna s.s. samskipti, útivistartíma, afmæli o.fl. Nemendur á yngra stigi fá gæslu á meðan fundartími er en nemendur á miðstigi mæta í skólann kl. 10:10 viðkomandi fundardag.

Í 1. bekk er foreldrum boðið á sérstakan kynningarfund um skólann og ýmsa þætti er varða upphaf skólagöngu. Kynnt verður starf vetrarins og foreldrar fá tækifæri til að spjalla og bera saman bækur sínar. Kynningarfundurinn fyrir 1. bekk er á hátíðarsal Melaskóla 5. september, frá kl. 17 til 19.