Húsdýraþema í 2. bekk

 

Nemendur í 2. bekk buðu fjölskyldum sínum á kynningu á íslensku húsdýrunum í síðustu viku. Verkefnið er unnið í samvinnu umsjónarkennara og kennara í upplýsinga-, tækni-, tón- og myndmennt. Börnin fóru með umsjónarkennurum í húsdýragarðinn þar sem þau fengu kennslu um íslensku húsdýrin. Þeim var síðan skipt í tveggja til þriggja barna hópa sem völdu sér húsdýr til að fræðast nánar um. Á skólasafni öfluðu börnin sér upplýsinga um húsdýrin og í tæknimennt lærðu þau á forritið PowerPoint 2016 þar sem þau hönnuðu bakgrunn, völdu útlit, settu inn myndir, skráðu texta og umbreyttu sýningu. Í tónmennt æfðu börnin lög og vísur um húsdýr. Í myndmennt fengu börnin að móta húsdýrið sitt í jarðleir. Umsjónarkennarar létu börnin lesa sér til um atferli dýra, skoða ljósmyndir af húsdýrum, stækka þær og litgreina dýrin. Þeir sáu síðan um lokafrágang á kynningum og æfðu börnin í framkomu og framsögn. Ferlinu lauk með kynningu barnanna þar sem var sungið, spilað, haldnir fyrirlestrar og snæddur morgunverður. Á hlaðborði voru leirdýr og veggina skreyttu stórar myndir af húsdýrum.

Óskilamunir

Töluvert magn af fatnaði hefur hlaðist upp í skólanum eftir veturinn og nú er hver að verða síðastur að koma og leita. Óskilamunir hafa verið settir fram í búningsklefa framan við íþróttasalinn og í anddyri nýja skóla.

Þar verða þeir fram á föstudaginn 2. júní en eftir það verða þeir sendir í Rauða Krossinn.

Melaskólahlaupið

Í dag fór fram hið árlega Melaskólahlaup á Ægisíðunni. Nemendur í 1. - 4. bekk hlupu mest 5 km. en nemendur í 5. - 7. hlupu mest 10 km. Ingibjörg íþróttakennari verðlaunaði kennara og starfsmenn sem mættu á svæðið með ýmis konar ljúfmeti. Mikil og góð þátttaka var í hlaupinu enda veður milt og gott.

Heimilisfræði

pizza5bekk

Flottir pitsabakarar í 5. bekk  með fallegar nýjar svuntur í heimilisfræði!