Hafið

Hafið - þemaverkefni í 2. bekk

Börnin í öðrum bekk hafa lokið þemaverkefni um hafið og þýðingu þess fyrir íslenskt samfélag. Af því tilefni fóru þau í Sjóminjasafnið og fræddust um sögu sjómanna og sjávarútvegs á Íslandi og skoðuðu slippinn, skip og báta í Reykjavíkurhöfn.

Stjörnufræðikynningar

Í vikunni buðu nemendur í 6. bekk foreldrum sínum á forvitnilegar stjörnufræðikynningar. Nemendur uppfræddu gestina um undur sólkerfisins og óravíddir alheimsins með veggmyndum og glærukynningum. Auk fróðleiks og fræðslu buðu nemendur upp á kaffi og meðlæti. Myndirnar eru frá kynningum í 6.ÓS.  

Málshættir

ordsky2

Sýnishorn af málsháttum sem nemendur á miðstigi bjuggu til á Skólasafninu.

Það er ekki allt skemmtilegt sem maður er góður í.

Ekki treysta manni sem segist vera með nammi.

Sólin skín alltaf einhversstaðar.

Allir vilja krullur þangað til þeir fá þær.

Aukaæfingin skapar atvinnumann.

Ekki gera neitt slæmt því karmað kemur á eftir þér.

Betra er að tapa stundum en vinna alltaf.

Ekki vera reiður út í þig vertu reiður út í laggið.

Það er hollt að láta sér leiðast.

Siri er alltaf til staðar.

Ekki er skemmtilegt þegar maður á allt.

Maður setur ekki leyndarmál á samfélagsmiðla.

Að nema land

5. bekkirnir hafa að undanförnu heimsótt Þjóðminjasafnið og fræðst um landnám Íslands. Hér eru nokkrar myndir frá heimsókn 5.JÓ á safnið í síðustu viku.