Vinaliðar

"Vinaliðar" af stað í Melaskóla

vinalidarÍ október hefst á ný verkefnið, „Vinaliðar“, hér í Melaskóla. 

Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi.  Hér á Íslandi eru skólarnir orðnir 49 og þeim fjölgar jafnt og þétt. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda.

„Vinaliðar“ hefst á miðstiginu (í 5. – 7.bekk) og tilnefna nemendur bekkjasystkini sín til þátttöku en alls eru valdir 3 „vinaliðar“ úr hverjum bekk í hverri bekkjardeild. „Vinaliðarnir“ starfa svo í tveimur frímínútum í hverri viku auk þess að sjá um skipulagningu leikjaáætlunar ásamt verkefnastjórum. Verkefnastjórar „Vinaliða“ í Melaskóla eru þau Ívar Hólm Hróðmarsson í 7.ÍHH og Hulda Guðrún Gunnarsdóttir, umsjónarkennari 4. HGG.

  • 22052759 10154768367566481 1847402169 n
  • 22053000 10154768367341481 1790219464 n
  • 22053355 10154768367496481 53280922 n
  • 22091588 10154768367271481 1569227828 n
  • 22091611 10154768367201481 242144866 n

Myndir frá leikjanámskeið sem var haldið með Vesturbæjarskóla en þeir eru líka í verkefninu.

Kveðja Hulda Guðrún og Ívar

Íþróttafréttir

Norræna skólahlaupið

hlaupmelo f

Fimmtudaginn 7. september var Norræna skólahlaupið haldið á Ægisíðunni. Það fór fram með hefðbundnu sniði, nemendur mættu niður á Ægisíðu og hlupu á göngustígnum en í boði var að fara 2,5km, 5km, 7,5km eða 10km. Hver bekkur tók svo saman fjölda hlaupna kílómetra og er gaman að segja frá því að nemendur í Melaskóla hlupu 2497.5 Km þennan morgun. Glæsilegur árangur.

Borðtenniskennsla

bordtennis

Í september bauð borðtennisdeild KR uppá borðtenniskennslu í 3.-7. bekk. Þrír þjálfarar mættu , Skúli, Kristján Viðar og Ársól og sýndu krökkunum réttu tökin. Krakkarnir höfðu gaman af og  sýndu góða takta. Í næsta mánuði má svo búast við fleiri nýjungum s.s. eins og sippkennslu. Skemmtileg viðbót við annars kraftmikla og góða íþróttakennslu í Melaskóla.

 

Fjöruferð í 1. bekk

  • 20170913 1304335
  • 20170915 143113 0011

Nemendur í 1.bekk fóru i fjöruferð síðast liðna viku í tilefni dags íslenskrar náttúru. Þar var ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt að finna eins og bóluþang, kuðunga, melgresi, skeljar, sand og steina. Lögð var áhersla á að vekja börnin til umhugsunar um lífríkið þar og mikilvægi þess að ganga ávallt vel um náttúruna.

Vertu þú sjálfur

tilvitnun

Nemendur í 7. bekk bjuggu til sínar eigin tilvitnanir á skólasafninu.