Samsöngur 18. október

samsongur

Samsöngur verður haldinn miðvikudaginn 18. október í Skálanum.

Yngri nemendur syngja kl.8:40 og eldri nemendur syngja kl.9:15.

Textablöðin eru hér: Yngri nemendur  og  eldri nemendur.

Skólasöngur Melaskóla

Aðstandendur er velkomnir að mæta.

Ada Lovelace

Ada

Augusta Ada King, greifynja af Lovelace (10. desember 181527. nóvember 1852) var dóttir skáldsins Byrons lávarðar og er hún einkum þekkt fyrir að hafa skrifað lýsingu á reiknivél (analytical engine) Charles Babbage. Hún er einnig þekkt fyrir að vera „fyrsti forritarinn“, því hún gerði forrit fyrir reiknivél hans. Hefði reiknivél Charles Babbage verið smíðuð hefði forritið sem Ada skrifaði látið vélina reikna út röð Bernoulli talna. Hún sá einnig fyrir að það yrðu fleiri not fyrir svona tæki heldur en reikna tölur, en það var eini tilgangur Babbages. Með þessum rökum hefur Ada Lovelace verið kölluð fyrsti forritarinn og er forritunarmálið Ada nefnt eftir henni.

Fengið af: http://is.wikipedia.org/wiki/Ada_Lovelace

Skólabíll 10.okt.

Kæru foreldrar/forráðamenn barna sem nota skólabíl.

Þar sem skóladegi lýkur kl. 12 á morgun, þriðjudag, munu skólabílar leggja af stað frá skólanum um kl. 12:15 í stað venjubundins tíma.

Fiskréttir í heimilisfræði

fiskurinn

Í heimilisfræði í 6. og 7. bekk höfum við verið að læra um næringagildi fisks og að matreiða fiskrétti. 
Í framhaldi af því voru svo að sjálfsögðu matreiddir dásamlegir fiskréttir við mjög góðar undirtektir hjá framtíða meistarakokkum!
Fiskréttirnir voru  ofnbakaður pitsafiskur og ofnbakaður banana-karrí-kókosfiskur.
Uppskriftirnar eru að finna á heimasíðu skólans. Hér er að finna upplýsingar um næringarefni í fisk frá Matís.