Meistari Jakob

 

Meistari Jakob sunginn á mörgum tungumálum

Í tilefni af nýafstaðinni Barnamenningarhátíð hittust hver árgangur Melaskóla á sal og sungu lagið Meistari Jakob á ýmsum tungumálum. 6. bekkingar sungu t.d lagið á 12 tungumálum sem leynast meðal nemenda árgangsins. Alls má finna 29 tungumál í skólanum. Svava og Jóhanna stýrðu samsöngnum af mikilli list. Hvílkur tungumálafjársjóður leynist á meðal nemenda skólans!

Sköpunarstraumar

Sköpunarstraumar í Háskólabíói

Í tengslum við Barnamenningarhátíð hafa nemendur Melaskóla tekið þátt í skemmtilegu draumasmiðjuverkefni og hjálpast að við að skreyta glugga Háskólabíós með marglitum formum sem lýsast upp í vorsólinni. 

Vorboðinn ljúfi

melaskoli0045

Þriðjudaginn 9. maí kl. 14:00 er væntanlegum nemendum í 1. bekk boðið í skólaheimsókn. Þar fá verðandi nemendur að hitta bekkjarfélaga sína, leysa skólaverkefni, fara í frímínútur og borða nesti. Nánari upplýsingar fyrir foreldra og forráðamanna er að finna hér.

4.bekkur á Ásmundasafni

Nemendur fjórða bekkjar hafa að undanförnu heimsótt Ásmundarsafn og fengið tækifæri til að kynnast verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar sem þar bjó og starfaði. Það er vel við hæfi að kynna nemendum skólans þennan frábæra listamanns sem bjó m.a. til hanann á kringlunni, sem er eitt helsta einkenni skólans auk myndverka ofan við innganginn á Skálanum. Vel var tekið á móti nemendum sem höfðu mjög gaman af að skoða safnið, fá leiðsögn, teikna myndir og príla í höggmyndunum í garðinum