Stóra upplestrarkeppnin

 • lestur
 • lestur0
 • lestur1
 • lestur2
 • lestur3
 • lestur4

Stóra upplestrarkeppnin í Melaskóla fór fram í gær á Sal skólans.

Tólf framúrskarandi lesarar úr 7. bekk tóku þátt í keppninni. Dómnefndin sem í sátu Soffía Stefánsdóttir, Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Heimir Örn Herbertsson fékk það erfiða hlutverk að velja þrjá nemendur sem verða fulltrúar Melaskóla í lokakeppninni í Ráðhúsinu.

Við athöfnina léku nemendur í 7. bekk á hljóðfæri og áheyrendur sungu með undir stjórn tónmenntakennara. Framkoma keppenda, hljóðfæraleikara og áheyrenda var til mikillar fyrirmyndar

Hversu hratt er nógu hratt?

hradlesturNú er að hefjast hraðlestrarnámskeið í 5. -7. bekk og fengu nemendur afhent hefti í dag (27.feb.) með hraðlestraræfingum. Fyrirkomulagið er þannig að nemendur lesa upphátt í eina mínútu í senn (þrisvar sinnum) og sá sem hlustar heima tekur tímann og skráir þann fjölda orða sem lesinn er í hverri umferð. Æfingaheftið er haft heima þar til búið er að lesa í 16 daga.

Mikilvægt er að samhliða hraðlestrinum eigi nemendur sína lestrarstund heima þar sem lesið er í hljóði. Í skólanum köllum við það yndislestur.

Margt er rætt og ritað um lestur þessa dagana og langar okkur að benda áhugasömum á grein Rannveigar Oddsdóttur, Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings, sem birtist í vefritinu Skólaþræðir. http://skolathraedir.is/2018/02/21/hversu-hratt-er-nogu-hratt/

Það er ósk okkar kennara í 5.-7. bekk að hraðlestraræfingarnar verði ein af mörgum leiðum til að efla lesfimi nemenda ásamt því að styrkja góð samskipti heimilis og skóla.

Svipmyndir frá febrúar

 • 100a
 • 100b
 • 14feb---1
 • 14feb---10
 • 14feb---11
 • 14feb---12
 • 14feb---2
 • 14feb---3
 • 14feb---5
 • 14feb---6
 • 14feb---7
 • 14feb---8
 • 14feb---9
 • bollu1
 • bollu2
 • feb11
 • feb12
 • feb3
 • feb4
 • feb5
 • feb6
 • feb7
 • feb8
 • feb9

Stærðfræðin leynist víða

 • IMG 1086
 • IMG 1087
 • IMG 1088
 • IMG 1089
 • IMG 1090

Í dag (föstudag 2. febrúar) er dagur stærðfræðinnar. Þema dagsins er stærðfræði og bókmenntir.

7. bekkingar Melaskóla glímdu við sex stærðfræðiverkefni í hópum unnin úr Söguskinnu (bókmenntum fyrir miðstig).

Innan hópanna var góð verkskipting og líflegar umræður um þema dagsins.

Stærðfræðina er víðar að finna en í stærðfræðibókunum!