Samsöngur 6. júní 2018

samsongur19xx

Samsöngur verður á lokadegi Melaskóla 6. júní klukkan 8:40 hjá 1.-4.bekk og 9:15 hjá 5.-7.bekk. Hér finnið þið söngtexta fyrir samsönginn.  

Samsöngur 1. -4. bekk  |  Samsöngur 5.-7. bekk

Nemendaverðlaun SFS

haukur29. maí voru afhent nemendaverðlaun SFS í 16. sinn við hátíðlega athöfn í Hólabrekkuskóla. Verðlaunin (viðurkenningarskjal og bók) hljóta nemendur grunnskóla Reykjavíkur sem skara fram úr í námi og starfi. Melaskóli tilnefndi í ár Hauk Hólm Gunnarsson, nemenda í 7.ÓS, fyrir virkni í félagsstörfum.

Skólaþing Melaskóla

Melaskoli logo300
Hér eru niðurstöður opins fundar skólaráðs og nemendaráðs Melaskóla sem haldinn var 3. maí sl. og sérstaks vinnuþings sem nemendaráð stóð fyrir 4. maí sl.
Næsta skref er svo aðgerðaáætlun um að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd.  Sumt er hægt að gera strax, annað fer í ferli (t.d. fleiri körfur) og svo þarf að þróa frekar ýmsar hugmyndir, t.d. varðandi námsgreinar o.fl.
Einnig kemur til greina að mynda starfshópa um einstaka málaflokka, s.s. mötuneytið, skólalóðina og tómstundirnar og þá væri gott að njóta liðsinnis áhugasamra foreldra.

Sigurvegarar

lego sigur

Fulltrúar 7.ÓS og 6.JÓ unnu þjarkakeppni Melaskóla. Frá áramótum hafa allir nemendur á miðstigi fengið tækifæri á að setja saman legóþjarka og forrita þá til að leysa ákveðna þrautabraut. Eftir innbyrðis keppni bekkjanna stóðu eftir 12 lið, fulltrúar úr hverjum bekk á miðstigi. Síðan var keppt aftur til að finna þá bestu af þeim bestu.  Fulltrúar 6.JÓ og 7.ÓS urðu jöfn og náðu 100 stigum í brautinni. Frábær árangur hjá frábærum nemendum. Til hamingju!