Myndmennt utandyra

  • 20180515 133647
  • 20180523 093101
  • 20180523 130042
  • 20180524 125011
  • 20180525 085933
  • 20180528 132535
  • 20180531 090508
  • 20180531 132003
  • 20180531 132408

Undanfarnar vikur hafa nemendur nýtt vorblíðuna til að teikna og mála utandyra í nágrenni skólans. Meðal staða sem þau hafa sótt myndefni til eru Tjörnin, Hólavallagarður og elliheimilið Grund, auk þess sem þeir hafa glímt við höggmyndir Ásmundar Sveinssonar; "Björgun" við Ægissíðu og "Sæmund á selnum" framan við Háskóla Íslands. 

Reykjaferð 7.bekkinga

Reykir

Dagana 22. – 25. maí s.l. dvöldu nemendur 7. bekkja í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Ferðin gekk mjög vel enda nóg um að vera og nemendur önnum kafnir frá morgni til kvölds. Vinátta, virðing og væntumþykja einkennir starfið að Reykjum.

Englar og djöflar

7.ÓS sendi inn lokaverkefni í keppnina um Tóbakslausan bekk 2017-18. Alls sendu 240 bekkir inn verkefni til Landlæknisembættisins. Því miður var Melaskóli ekki í hópi þeirra 10 skóla sem unnu til verðlauna þetta árið. En framlag okkar var engu að síður glæsilegt og hér má sjá það: Englar og djöflar

Hreyfimyndir

Hikmyndir frá þemadögum
Umsjón og kennsla Sonný Þorbjörnsdóttir