Blár apríl

blar april

Blái dagurinn er nú haldinn hátíðlegur á Íslandi í fimmta sinn en honum er ætlað að vekja athygli á einhverfu og málefnum einhverfra barna.  Blái liturinn hefur fest sig  í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim  og því eru allir hvattir til að halda upp á daginn með okkur í Melaskóla með því að klæðast bláu þann 6.apríl næstkomandi.

Það er Blár apríl-Styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur fyrir deginum eins og undanfarin ár.  Markmið bláa dagsins er að fá landsmenn til að sýna einhverfum stuðning sinn.  Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjölbreytileikann að verðleikum. Á heimasíðunni www.blarapril.is er að finna kynningar- og fræðsluefni um einhverfu.

Sýnum lit og klæðumst BLÁU föstudaginn 6.apríl.  Fögnum fjölbreytileikanum-því lífið er blátt á mismunandi hátt!

Verðlaunahafi í teiknisamkeppni

Herdís Kristjánsdóttir, 4. HLG vann til verðlauna í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins sem Mjólkursamsalan stendur fyrir ár hvert. Hér er mynd Herdísar.

herdis mjolk

Herdís vann til verðlauna, 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð. Nú munu nemendur í 4. HLG og Heiða umsjónarkennari, ásamt foreldrum, finna eitthvað skemmtilegt til að gera fyrir þessa peninga – nú, eða geyma þá þangað til í 7. bekk!

Ekki sjálfa þig

ekkisjalfaHandrit Birnu Guðlaugsdóttir í 6.EB var valið til framleiðslu í handritasamkeppni RÚV. Handritið ber yfirskriftina Ekki sjálfa þig og mun afraksturinn verða sýndur næstkomandi sunnudag í Stundinni okkar. Þá má einnig sjá viðtal við handritshöfundinn og störf teymisins á tökustað sunnudag 12. mars. Við erum gífurlega stolt af þessum upprennandi höfundi og munum fylgjast vel með frumsýningu myndarinnar. Til hamingju Birna!

Vinaliðar

vinalidar1

Í febrúar var bæði þakkardagur og leikjardagur hjá vinaliðum í Melaskóla . Á þakkardaginum  er vinaliðum þakkað fyrir vel unnin störf í þágu vinaliðaverkefnisins. Farið var með vinaliðna í Ármannsheimilið í fimleika og pizzu. Á leikjardeginum sem var einnig í febrúar fóru nýir vinaliðir í Melaskóla á leikjanámskeið. Á námskeiðinu er farið í alls konar leiki og meðal annars úr handbókinni „Leikir í frímínútunum“ sem er gefin út af Vinaliðaverkefninu. Vinaliðunum er kennt að koma leikjunum í gang og hvernig hægt er að hvetja aðra til að taka þátt. Að auki sitja Vinaliðarnir á stuttum fyrirlestri um hlutverk Vinaliðans.

vinalidar2

Mikil ánægja var á meðal vinaliða með báða þessa daga.

Markmið verkefnisins

  • Aðalmarkmið Vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum.
  • Hreyfing nemenda eykst ef fjölbreytt úrval leikja er á skólalóðinni, færri eru alveg óvirkir.
  • Við viljum að öllum nemendum líði vel í sínum skóla og taki þátt með jákvæðni í að gera skólann sinn enn betri en hann er.
  • Nemendur sem takast á við hlutverk Vinaliðans fá frábæra leiðtogaþjálfun í gegnum hlutverkið.