Kjarval og Ásmundur

 • 01
 • 02
 • 03
 • 04
 • 05
 • 20180423 132723
 • 20180424 132708
 • 20180424 135155
 • 20180503 125123
 • 20180503 132940
 • 20180504 110311
 • 20180504 132115
 • 30180424 133136
 • 40180416 111443

Nýlega heimsóttu 6. bekkja nemendur skólans Kjarvalsstaði og fengu áhugaverða kynningu á viðfangsefnum listamannsins. Það er mikilvægur þáttur í listmenntun nemenda að heimsækja söfn.Við þökkum fyrir móttökurnar og góða leiðsögn á safninu.

Í byrjun maí heimsóttu nemendur í 4. bekk Ásmundasafn. Ásmundur Sveinsson tengist Melaskóla sterkum böndum, en hann er bæði höfundur hanans, sem er einkenni skólans, auk járnlistaverka í skálanum. Sýningin sem nú stendur yfir í safninu heitir Innrás og fengu nemendur áhugaverða kynningu á ferli og viðfangsefnum listamannsins. Við þökkum safninu fyrir góðar móttökur.

Opinn fundur skólaráðs og nemendaráðs Melaskóla

Opinn fundur skólaráðs og nemendaráðs Melaskóla verður haldinn í dag, 3. maí, kl. 18-19, í hátíðarsal skólans. Allir velkomnir. 

Skipt verður í umræðuhópa á fundinum og munu hóparnir ræða mál eins og matarmenningu, heilbrigði, aðbúnað, skólalóð og fleira. Hópstjórar verða til taks með fartölvur og munu þeir svo kynna niðurstöður, hugmyndir og tillögur hópanna. 

Gengið um Elliðaárdal

vor1bekkur

Nemendur í 1.bekk fóru með kennurum sínum í gönguferð um Elliðaárdalinn. Þau voru mjög dugleg og gengu heilmikið áður en sest var niður til að borða nestið sitt. Það var ýmisleg að skoða á leiðinni enda vor í lofti og náttúran að vakna eftir vetrardvalann.

Bestu kveðjur Gunnhildur og Þórhildur kennarar í 1. bekk

vor1bekkur2

Barnamenningarhátíð

 • BD8B457A-4E10-42B8-8171-1DB9AE0D35FB
 • barnamenning1
 • barnamenning2
 • barnamenning3
 • barnamenning4
 • barnamenning5
 • barnamenning6
 • barnamenning7
 • barnamenning8

 Í tilefni af Barnamenningarhátíð hittust nemendur í  1. bekk á sal og sungu lagið Meistari Jakob á þeim tungumálum sem töluð eru í árganginum sem eru tíu talsins. Alls má finna 29 tungumál í Melaskóla. Svava tónmenntakennari æfði upp lögin með nemendum og stýrði svo samsöngnum af mikilli list.  

Nemendur í 6. bekk fengu sænsku danskennarana Theu og Sofiu sem ganga undir listamannsnafninu Blauba í heimsókn. Skóladagurinn byrjaði á músík og danssýningu í skálanum okkar sem endaði uppá sal í dansnámsskeiði.

Nemendur í 4. bekk löbbuðu í Hörpu þar sem Barnamenningarhátíð var sett með pompi og pragt með troðfullum Eldborgarsal af 4. bekkingum úr grunnskólum borgarinnar.

Á föstudag, 20.4. stendur Selið/frístundin fyrir miklum tónlistarviðburði hérna í skálanum í Melaskóla kl. 15:00 – 16:30 í tilefni Barnamenningarhátíðar.

Að lokum viljum við þakka fyrir veturinn og óska ykkur gleðilegs sumars en á morgun er sumardagurinn fyrst, sem er frídagur.