Skólaslit

z6

Að venju var útskrift 7. bekkinga við hátíðlega athöfn á sal skólans þar sem nemendur sáu m.a. um tónlistaratriði og fluttu kveðjuorð.

P6120385m

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í íslensku og náttúrufræði. Að þessu sinni fengu Arna Geirsdóttir,  Kristín Shu Rui Karlsdóttir, Ólafur Jökull Hallgrímsson og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir í íslensku. Í náttúrufræði  voru það Kristrún Sverrisdóttir, Lilja Hugrún Pétursdóttir, Sigrún Heba Arnardóttir og Svava Matthíasdóttir.

Nemendaverðlaun

nemverd mai SmallNemendaverðlaun skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar hafa verið veitt. Tveir nemendur úr Melaskóla fengu verðlaun að þessu sinni. Benedikt Vilji Magnússon úr 7.ÞH var tilnefndur fyrir einstaka kunnáttu og hæfni í tæknimennt, góðan námsárangur og að vera jákvæð fyrirmynd. Kristrún Sverrisdóttir úr 7.HH var tilnefnd fyrir framúrskárandi námsárangur, sjálfstæði, hugmyndaríki og vandvirkni í vinnubrögðum. Jafnframt fyrir að vera listræn, skapandi og traustur félagi. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.

hop nemverd Small

        

Vorhátíð

Þriðjudagurinn 6. júní er venjulegur skóladagur samkvæmt stundaskrá.
Samsöngur verður:
hjá yngri nemendum kl. 8:40
hjá eldri nemendum kl. 9:00
 
Eftir skóladaginn hefst vorhátíð á skólalóðinni í samstarfi við Foreldrafélag Melaskóla.
Kl. 14:00 leggur skrúðgangan af stað og fer hefðbundna leið um hverfið.
Nemendur eru hvattir til að mæta í "glaðlegum" litum og með hatta eða einhvern skemmtilegan höfuðbúnað.
Leikir, dans, pylsur og skemmtun verða á skólalóðinni þar til skólabjallan hringir kl. 16:00.

Nemendur á sinfóníutónleikum

Í vikunni fóru nemendur úr Melaskóla á tónleikana Tónskáldið er dautt í Hörpu.