Viðtalstímar

Til foreldra/forráðamanna í 1. bekk

Viðtalstímar við foreldra/forráðamenn og nemendur í 1. bekk verða dagana 22. og 23. ágúst. Að þessu sinni geta foreldrar valið sér viðtalstíma og skráð hann í Mentor (mentor.is). Viðtalið er 20 mínútur og fer fram í bekkjarstofu. Þær eru allar á 1. hæð í eldri byggingu.

Á eftirfarandi vefslóð má sjá myndband um það hvernig viðtöl eru skráð í Mentor: https://youtu.be/mEFYnJhJAsM

Foreldrar hafa fengið tölvupóst þessa efnis.

Skólastjóri

Nýnemar velkomnir

Nýnemar í 2.-7. bekk eru boðnir velkomnir með foreldrum á kynningu mánudaginn 20. ágúst kl. 14:30 í Skálanum inn af anddyrinu í gömlu byggingunni.

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Melaskóla byrjar í skála skólans.

Kl. 9:00 Nemendur í 2. og 3.bekkur

Kl. 10:00 Nemendur í 4. og 5. bekk

Kl. 11:00 Nemendur í 6. og 7.bekk

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23.ágúst.
---

Nemendur í 1.bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum/forráðmönnum sínum dagana 22. og 23.ágúst. Kennarar mæta til starfa miðvikudaginn 15. ágúst og fljótlega eftir það munu nemendur og foreldrar fá nánari tímasetningu á viðtali.

Kennsla hjá þeim hefst samkvæmt stundaskrá, föstudag 24.ágúst.

Við hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Melaskóla.

Skólinn útvegar ritföng

Nú verður sú breyting á hjá grunnskólum Reykjavíkur að foreldrar þurfa ekki að kaupa ritföng heldur útvega skólarnir þau, foreldrum að kostnaðarlausu. Skólarnir fá fjármagn til þessara viðbótarútgjalda og Reykjavíkurborg hefur tekist að ná hagkvæmum innkaupum fyrir skólana í heild. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni og vonandi gengur framkvæmdin vel. En þetta þýðir þá að engir innkaupalistar verða gefnir út - enda ekkert að kaupa nema skólatöskur, pennaveski, íþróttaskór og fleira í þeim dúr, ef þörf er á. Ritföng (blýantar, reglustikur, strokleður, yddarar, stílabækur o.s.frv.) verða til reiðu í skólanum.