Nemendaverðlaun SFS

haukur29. maí voru afhent nemendaverðlaun SFS í 16. sinn við hátíðlega athöfn í Hólabrekkuskóla. Verðlaunin (viðurkenningarskjal og bók) hljóta nemendur grunnskóla Reykjavíkur sem skara fram úr í námi og starfi. Melaskóli tilnefndi í ár Hauk Hólm Gunnarsson, nemenda í 7.ÓS, fyrir virkni í félagsstörfum.

Skólaþing Melaskóla

Melaskoli logo300
Hér eru niðurstöður opins fundar skólaráðs og nemendaráðs Melaskóla sem haldinn var 3. maí sl. og sérstaks vinnuþings sem nemendaráð stóð fyrir 4. maí sl.
Næsta skref er svo aðgerðaáætlun um að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd.  Sumt er hægt að gera strax, annað fer í ferli (t.d. fleiri körfur) og svo þarf að þróa frekar ýmsar hugmyndir, t.d. varðandi námsgreinar o.fl.
Einnig kemur til greina að mynda starfshópa um einstaka málaflokka, s.s. mötuneytið, skólalóðina og tómstundirnar og þá væri gott að njóta liðsinnis áhugasamra foreldra.

Sigurvegarar

lego sigur

Fulltrúar 7.ÓS og 6.JÓ unnu þjarkakeppni Melaskóla. Frá áramótum hafa allir nemendur á miðstigi fengið tækifæri á að setja saman legóþjarka og forrita þá til að leysa ákveðna þrautabraut. Eftir innbyrðis keppni bekkjanna stóðu eftir 12 lið, fulltrúar úr hverjum bekk á miðstigi. Síðan var keppt aftur til að finna þá bestu af þeim bestu.  Fulltrúar 6.JÓ og 7.ÓS urðu jöfn og náðu 100 stigum í brautinni. Frábær árangur hjá frábærum nemendum. Til hamingju!

7.ÓS heimsækir Læknagarð

 • IMG 1298
 • IMG 1303
 • IMG 1307
 • IMG 1310
 • IMG 1315
 • IMG 1319
 • IMG 1324
 • IMG 1330
 • IMG 1331
 • IMG 1333
 • IMG 1335
 • IMG 1336
 • IMG 1339
 • IMG 1342
 • IMG 1343
 • IMG 1345
 • IMG 1351
 • IMG 1354

Í dag heimsótti 7.ÓS Læknagarð HÍ og fræddist um mannslíkamann. Logi Jónsson dósent og Guðrún kona hans tóku á móti hópnum og kynntu starfsemi hússins. Leiðin lá því næst um tannlæknadeildina og þaðan yfir í rannsóknarstofur læknadeildar. Þar fengu nemendur að spreyta sig á verklegum tilraunum. Tekin voru hjartalínurit, taugarafleiðni vöðva mæld o.fl. Takk fyrir okkur Logi og Guðrún, þetta var fróðleg og skemmtileg heimsókn.