Gleðilega hátíð

melaskoli
Starfsfólk Melaskóla sendir ykkur hugheilar jólakveðjur með óskum um farsæld og frið á komandi ári. Kærar þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
 
Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar 2018.

Í desember

 • aefing1
 • aevar
 • des1
 • des2
 • des3
 • des4
 • des5
 • des6
 • des7
 • des8
 • des9
 • dese1
 • dese2
 • dese3
 • halli
 • lego
 • leikrit
 • samsongur

Að venju er líf og fjör í Melaskóla í jólamánuðinum. Auk hefðbundinna starfa vinna nemendur að verkefnum sem tengjast jólahefðum skólans. 7. bekkingar gera klárt fyrir leikritið sitt, 4. bekkirnir sýna helgileik í Neskirkju, 3. bekkir æfa jólasveinaleikrit og samsöngur nemenda á sínum stað á jóló-deginum. Rithöfundar hafa heimsótt nemendur og lesið úr nýjum bókum, Skólahljómsveit vestur- og miðbæjar hélt sína árlegu jólatónleika í Skálanum. Meðfylgjandi myndir gefa vonandi ágæta innsýn í skólastemmninguna.

Jólaskemmtun 20. des.

jolasveinavisur

Senn líður að jólum og síðasta skóladag fyrir jólafrí, miðvikudaginn 20. desember, höldum jólaskemmtanir í Melaskóla. Vegna fjölda nemenda höldum við fjórar skemmtanir enda komast ekki fleiri fyrir. Sem fyrr getum við því miður ekki boðið foreldrum að koma vegna plássleysis. Við dönsum því án foreldra þennan dag. Á hverri skemmtun er fyrst gengið í kringum jólatréð í Skálanum og að því loknu förum við upp í hátíðarsal skólans þar sem 3. og 7. bekkur bjóða uppá leiksýningar.

Þessi dagur er ekki hefðbundinn skóladagur því að hver bekkur mætir aðeins á eina jólaskemmtun með sínum kennara og eftir það fara nemendur heim í jólafrí. Annað gildir þó um nemendur 7. bekkja en þeir hafa það hlutverk að sýna jólaleikrit á öllum fjórum skemmtununum. Við munum sjá þeim fyrir mat og drykk þennan mikla sýningardag. Gert er ráð fyrir að hver skemmtun taki u.þ.b. eina og hálfa klukkustund og það væri gaman ef nemendur mæta prúðbúnir þennan dag.

Leiðrétt Tímasetningar eru eftirfarandi:
KL. 9:00 – 10:30 1. ÞA, 2. EHV, 3. HGG, 4. BM, 5. SB, 6. EÍ
Kl. 11:00 – 12:30 1. EÆ, 2. EGu, 3.EG, 4. HJ, 5.MEV, 6. EB
Kl. 13:00 – 14:30 1.HE, 2.IG, 3. GRS, 4. VÓ, 5.ÞH, 6.JÓ
Kl. 15:00 – 16:30 1.GÞ, 2.LJ, 2. ÞÍ, 3. HJó, 4.HLG, 5.EP, 6.AG

Mikilvægt er að nemendur mæti tímanlega og í sínar heimastofur. Best er að mæta í bekkjarstofuna 10-15 mínútum áður en skemmtunin hefst því að svo eiga bekkirnir eftir að koma sér í Skálann.

Skólabíllinn er á ferð þennan dag í og úr Skerjafirði: hann sækir börnin fyrir jólaskemmtun og ekur þeim aftur heim sína venjubundnu leið eftir skemmtun.
Úr Skerjafirði: kl. 8:40 - jólaskemmtun hefst kl. 9:00
kl. 10:40 - jólaskemmtun hefst kl. 11:00
kl. 12:40 - jólaskemmtun hefst kl. 13:00
kl. 14:40 - jólaskemmtun hefst kl. 15:00

Selið og Frostheimar taka við sínum börnum kl. 13:40 eins og á venjulegum skóladegi.

Jólódagur í fjórða sinn

jolaselur

Fjórða árið í röð stendur nemendaráð Melaskóla fyrir svokölluðum „jóló“ degi. Að þessu sinni verður hann fimmtudaginn 7. desember. Á „jóló“ degi eru nemendur og starfsmenn hvattir til að mæta jólalegir í skólann, til dæmis með jólahúfu, í jólapeysu, með jólalega nælu eða bara jólaskraut í hári. Að þessu sinni verður einnig samsöngur þennan dag. Það er von okkar að allir njóti dagsins og taki þátt í að skapa virkilega skemmtilega stemmningu. Og þó að enn sé langt til jóla er engin ástæða til annars en að vera í jólaskapi.

Að lokum er rétt að minna á að aðventusamsöngurinn er að venju í Skálanum. Yngri nemendur hefja söng kl. 8:40 og eldri nemendur kl.9:15.

Nemendaráð