Vísubotn 2017

visubotn2

Þuríður Rósa Bjarkadóttir Yershova, nemandi í 5. bekk í Melaskóla var hlutskörpust á miðstigi í vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2017. Hún hlaut bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Formaður dómnefndar Ragnar Ingi Aðalsteinsson og aðilar frá Menntamálastofnun komu í heimsókn í skólann til að afhenda verðlaunin.

Vísubotn Þuríðar Rósu:

Stöndum við með bros á brá

bráðum koma jólin.

Kertin lýsa okkur á

uns á ný skín sólin.

Tveir aðrir botnar sem voru meðal þeirra bestu komu einnig úr 5. bekk Melaskóla. Það var botn Nönnu Rutar Ólafsdóttur:

Stöndum við með bros á brá

bráðum koma jólin.

Voða gaman verður þá,

velja jólakjólinn.

Og botn Míu Rósantsdóttur:

Stöndum við með bros á brá

bráðum koma jólin.

Börnin nýju fötin fá,

fína rauða kjólinn.

Nánar má lesa um vísnsamkeppnina og úrslit á https://mms.is/frettir/vinningshafar-i-visubotni-2017.