Þjarkar í 4. bekk

taekni1Börnin í 4 .bekk byggðu og forrituðu þjarka; flestir einhverskonar farartæki. Notuðu þau  Legokubba sem heita Wedo og spjaldtölvur, en skipanir eru sendar þráðlaust í þjarkinn. Fyrst  byrja þau á að byggja og forrita eftir leiðbeiningum en fljótlega tekur „eðlislæg“ forvitni völdin. Eru þau áfjáð um að þjarkurinn fari hraðar, geti beygt, gefið frá sér hljóð eða notað skynjara. Þau mæla, leita lausna, rannsaka, hjálpast að, prófa sig áfram og keppa sín á milli. Fögnuður þeirra er mikill þegar tilraunir skila tilætluðum árangri, og vilja sýna og segja frá. Snúa svo aftur á vinnustöðina sína til að bæta hönnunina enn frekar.

taekni2