Skip to content

Lokadagur og vorhátíð

Lokadagur og vorhátíð Melaskóla er 7. júní 2022

Dagskrá

 • Kl. 8:30 Nemendur mæta í kennslustofur skv. stundaskrá
 • kl. 8:40 Samsöngur yngri nemenda í Skála. Foreldrar eru velkomnir.
 • kl. 9:20 Samsöngur eldri nemenda í Skála. Foreldrar eru velkomnir.

Að öðru leyti er dagskráin eins og á venjulegum skóladegi fram yfir hádegismat og frímínútur.

Skrúðganga

 • Kl.13:20 Stillt upp í skrúðgöngu
 • Kl.13:30 Skrúðgangan með Lúðrasveit í fararbrodd leggur af stað frá Melaskóla.
  • Leiðin er Neshagi – Hofsvallagata – Ægisíða – Fornhagi – Hagatorg – Melaskóli.
 • 7. bekkur er fremstur og á eftir í þessari röð, vinabekkirnir: 1. og 4. bekkur, 2. og 5. bekkur og 3. og 6. Bekkur.
  • 7. bekkur verða gulir
  • 1. og 4. bekkir verða rauðir
  • 2. og 5. bekkir verða grænir
  • 3. og 6. bekkir verða bláir
 • Kl. 14:15 Dans á skólalóð undir stjórn kennara.
  • Meiri dans og leikur fram að mat.
 • Kl. 14:55 Pylsur og djús – merkt röð fyrir hvern árgang.  
 • Kl. 15:20 Skemmtiatriði í boði Foreldrafélagsins.
 • Kl. 16:00 Skólabjallan hringir út.
 • Kl.  16:05 Skólabíllinn fer frá Melaskóla

Foreldrar eru velkomnir, vera með og taka þátt

Skólarútan 7 og 8 Júní

 • 7.Júní
  • Að Melaskóla venjuleg morgunáætlun.
  • Vegna vorhátíðar er aðeins ein brottför frá Melaskóla kl:16:05
 • 8. Júní  eru skólaslit
  • ATH! Ekki verður boðið uppá skólaakstur þennan dag.