Umhverfisbikar NKG


Bangsaloppan er bangsi fylltur með ungbarnateppi í stað tróðs sem er hægt að nálgast þegar þörf er á.
Við óskum Öglu og Fríði í 6. AG innilega til hamingju með árangurinn á lokahófi Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna. Þær stóðu sig frábærlega og Agla hlaut Umhverfisbikar NKG og Hugverkastofu fyrir hugmyndina Bangsaloppan. Kennari hennar í þessu verkefni var Sigrún Baldursdóttir textílkennari í Melaskóla sem leggur áherslu á sjálfbærni og nýsköpun í sinni kennslu.
Hér er hægt að sjá úrslit og myndir frá keppninni sem fór fram í Háskóla Reykjavíkur síðastliðinn laugardag 21. maí 2022.