Skip to content

Nýsköpun í Melaskóla

Það er gaman að geta sagt frá því að Agla og Fríður í 6. AG komust í úrslit í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna með sitt hvort verkefnið sem þær unnu í textílmennt. Yfir 500 umsóknir bárust í keppnina og 25 nemendur af öllu landinu voru valdir til þátttöku.  Á myndinni má sjá snillingana okkar ásamt Sigrúnu textílkennara. Öll verkefnin sem voru valin inn í keppnina má sjá hér að neðan en lokahófið er á morgun, 21. maí í Háskóla Reykjavíkur og þá verður vinningshafinn valinn.

 Búið er að velja í vinnustofu NKG 2022 | Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Verkefnin hjá nemendum í 6.bekk í Melaskóla  í textílmennt voru unnin í lotu þar sem áhersla var lögð á nýsköpun, frumkvöðlafræði, útsaum og vélsaum. Nemendur fundu upp sitt eigið fyrirtæki og vöru/þjónustu, hönnuðu sitt eigið vörumerki og saumuðu það út. Flestir gerðu fóðrað veski með rennilás. Verkefni nemenda má svo sjá  á Instagramsíðunni:  frumkvodla_born