Skip to content

Öskudagur

Nemendur og starfsfólk héldu upp á öskudaginn í skólanum. Draugagangurinn á fyrsta gangi var vinsæll að venju. Það var líka heilmikið fjör í marseringunni í íþróttasalnum og limbókeppninni í nýja skóla. Allir bekkir fóru svo í  myndatöku uppi í hátíðasal. Búningar voru sannarlega litríkir og fjölbreyttir og ljóst að margir höfðu lagt mikið í herlegheitin. Hér má sjá hópmyndir af bekkjum og árgöngum.