Skip to content

100 daga hátíð

10. febrúar voru nemendur í Melaskóla búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin svo kölluð 100 daga hátíð hjá 1.bekk.  Á hverjum degi hafa nemendur í 1. bekk talið hversu marga daga þau hafa verið í skólanum og loksins var komið að hundraðasta deginum. Það var ýmislegt skemmtilegt gert til hátíðabrigða m.a. farið í skrúðgöngu um skólann og borðað 100 bita nesti.