Skip to content

Netöryggisdagurinn

Netöryggisdagurinn er 8. febrúar.

Við fjöllum um netöryggi jafnt og þétt á skólagöngu nemenda. Meginstefið er: Meðferð lykilorða, persónulegar upplýsingar, samskipti á netinu, hegðun og stafræn spor.

Við hvetjum foreldra til að fylgja úr hlaði auknum réttindum barnanna í nettengdum búnaði með samtali og fræðslu.

Hér er bæklingurinn Foreldravísir:

Hér eru einnig heilræði fyrir foreldra tekin af vefsíðu www.saft.is

  1. Ræddu við barnið hvort setja eigi upp eftirlitskerfi og hvernig það á að vera stillt.
  2. Gerðu samkomulag um netnotkun.
  3. Geymdu aðgangsupplýsingar að tölvunni á öruggum stað og skiptu reglulega um lykilorð.
  4. Notaðu ávallt öryggisforrit.
  5. Til að gæta fyllsta öryggis ættu veiruvarnaforrit, eldveggur/nettálmi, njósnavarnabúnaður, tölvupóstsía og sprettigluggavörn ávallt að vera til staðar.
  6. Notaðu netsíu sem hamlar aðgangi barna að óæskilegu efni. Stilltu stýrikerfið og öryggisforrit þannig að þau sæki og setji upp nýjustu uppfærslur.
  7. Hafðu tölvuna í opnu rými frekar en lokuðu herbergi.