Skip to content

Nemenda/foreldrasamtöl

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 31.janúar og 1. febrúar,  eru nemenda/foreldrasamtöl og verður opnað fyrir skráningar í Mentor á miðvikudaginn 26. janúar.
Óvíst er hvort samtölin verði í skólanum eða í gegnum myndspjall. Þróun faraldursins næstu daga sker úr um það.

Kjarni samtalanna er líðan nemenda og kynning á leiðsagnarmati sem birt verður í Mentor jafnt og þétt yfir skólaárið hér eftir.
Við hvetjum ykkur til að láta umsjónarkennara vita fyrir fram ef það er eitthvað sérstakt sem þið viljið ræða eða skoða í samtölunum annað en það sem á undan er nefnt þannig að kennarar geti undirbúið sig sem best.