Skip to content

Samsöngur

Þá er komið að samsöng í Melaskóla!

Þriðjudaginn 5. október fagnar skólinn 75 ára afmæli og verður samsöngur í Skála af því tilefni.

1.-4. bekkur syngur saman og svo 5.-7. bekkur saman. Hér eru textablöðin:

Því miður getum við ekki boðið aðstandendum að koma en ykkur verður send upptaka við fyrsta tækifæri.

Við hlökkum mikið til enda varð ekkert úr svona fjölmennum samsöng í fyrra.

Þessi fjölmenni samsöngur er skemmtileg hefð hér í skólanum. Við syngjum saman á afmæli skólans í október, í byrjun desember á aðventu og á vorhátíð í júní. Í Melaskóla er lögð áhersla á tónmennt og hér ríkir mikil sönghefð.