Skip to content

Vettvangsferðir í 5. bekk

Nú á fyrstu vikum skólans hefur 5. bekkur kynnst landfræðilega hluta grenndarsamfélags Melaskóla m.a. í vettvangsferð í grenndarskóg Melaskóla sem er Hólavallagarður. Þangað fóru nemendur að rannsaka það stóra og smá og þreyttu ljósmyndamaraþon þar sem þau tóku m.a. myndir af ólíkum fléttum, trjá-, og mosategundum. Heimsótt voru leiði þekktra Íslendinga t.d. Kjarval, Muggur, Jón Sigurðsson og Bríet Bjarnhéðinsdóttur.  Fundinn var efniviður til að nota í smíðaverkefni þar sem nemendur lærðu að tálga með læstu hnífsbragði og útkoman var skógarálfur.