Skip to content

Vorhátíð og skólaslit

Nú líður að skólalokum á þessum vetri sem hefur verið öðruvísi en allir aðrir. Enn eru í gildi takmarkanir á samkomuhaldi þannig að við breytum hefðum og högum skólaslitum Melaskóla í samræmi við þær reglur. Starfsfólk Melaskóla þakkar ykkur fyrir umburðarlyndi og skilning á takmörkuðu aðgengi að skólanum í vetur sem við teljum okkur því miður ekki geta aflétt enn.

Vorhátíð verður miðvikudaginn 9. júní. Skipulögð dagskrá er með nemendum kl. 8:30 – 12:00 þann dag, en þá hringir skólabjallan út og skóladeginum lýkur.

Selið og Frostheimar sækja sína nemendur kl. 12:00, heldur fyrr en á venjulegum skóladegi.

Skólabíllinn fer frá Melaskóla kl. 12:10.

Skólaslit verða svo fimmtudaginn 10. júní. Ekki er unnt að bjóða foreldrum nemenda í 1. -6. bekk að vera við athöfnina sökum plássleysis. Aðstandendur 7. bekkinga geta þó verið við skólaslit hjá sínum börnum en 1-2 gestir geta fylgt hverjum nemanda og eru þeir beðnir að bera andlitsgrímu og halda fjarlægð eins og kostur er. Ekki verður boðið upp á sæti.

Nemendur mæta í Skála, en þar verður stutt athöfn og síðan farið í heimastofu þar sem þeir eiga stund með sínum umsjónarkennara.  Hver athöfn tekur um það bil 40 mínútur og fara nemendur heim að henni lokinni þar sem Selið og Frostheimar hafa starfsdag þennan dag.

Mæting er sem hér segir:

Kl. 9:00               1. bekkur

Kl. 9:30               2. bekkur

Kl. 10:00             3. bekkur

Kl. 10:30             4. bekkur

Kl. 11:00             5. bekkur

Kl. 11:30             6. bekkur

Kl. 13:00             Skólaslit hjá 7. bekk.