Skip to content

Blái dagurinn á föstudag

Alþjóðlegur dagur einhverfu var 2. apríl og er apríl mánuður vitundarvakningar um einhverfu ár hvert.

Blár apríl, styrktarfélag einhverfra barna, stendur fyrir Bláa deginum og verður hann að þessu sinni föstudaginn 9. apríl.

Markmið Bláa dagsins er að fá landsmenn alla til að sýna einhverfum börnum stuðning sinn og fræðast um einhverfu.  Með aukinni vitund og þekkingu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjölbreytileikann að verðleikum.

Við í Melaskóla ætlum að sjálfsögðu að taka þátt, klæðumst einhverju bláu  og fræðumst um einhverfu á föstudaginn.