Skip to content

Sigurvegarar

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var að þessu sinni haldin í Háteigskirkju fimmtudaginn 11. mars. Þar öttu kappi sigurvegarar úr skólum Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Fulltrúar Melaskóla voru þau Guðmundur Flóki Sigurjónsson og Ísafold Salka Búadóttir úr 7. EB. Keppendur lásu kaflabrot úr skáldsögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og ljóð að eigin vali. Þetta var hörð keppni en hátíðleg. Engum duldist að þarna fóru sigurvegarar sem höfðu metnað og  augljóst að mikil vinna lá að baki. Frammistaða Sölku og Flóka var reyndar svo góð að þau hrepptu fyrsta og annað sæti keppninnar.  Starfsfólk Melaskóla óska þeim og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn.