Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin

Sigurvegarar í stóru upplestrarkeppninni í Melaskóla ásamt Björgvini skólastjóra.

Stóra upplestrarkeppnin í Melaskóla fór fram í dag á hátíðasal skólans.

Búið var að velja þrjá nemendur úr hverjum bekk þ.a. það voru tólf nemendur sem tóku þátt.

Þeir lásu sögubrot úr sögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór og eitt ljóð að eigin vali.

Athöfnin fór einstaklega vel fram, boðið var upp á tónlistaratriði undir stjórn Svövu og Mörtu tónmenntakennara og Svava.

Við þökkum dómnefndinni sem skipuð var Soffíu Stefánsdóttur, Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur og Heimi Örn  Herbertssyni fyrir gott starf.

Niðurstaðan varð sú að Guðmundur Flóki 7. EB og Ísafold Salka 7. EB verða fulltrúar okkar í lokakeppninni í Ráðhúsinu.