Skip to content

Vinnumorgnar

Í marsmánuði heimsækja 6. bekkingar húsdýragarðinn í Laugardal og fræðast um dýrin. Þessa morgna þarf að mæta mjög snemma í skólann því dýrin þurfa sína þjónustu á réttum tíma og eru ekkert fyrir að sofa út. Krakkarnir hjálpa til við að gefa dýrum og þrífa og fá í leiðinni fræðslu um skepnurnar. Sumir sjá um nautgripi og svín, annar hópur um kindur, geitur og hesta og sá þriðji um hreindýr, refi og minka. Í lok heimsóknar kynna svo hóparnir verk sín og segja frá því helsta sem bar á góma. Þessir vinnumorgnar hafa um árabil verið hluti af skólastarfinu og vekja ávallt lukku hjá nemendum.