Skip to content

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn

Alþjóðlegur móðurmálsdagur UNESCO er haldinn hátíðlegur nú á sunnudag 21. febrúar. Móðurmálsdagurinn er hluti stærra verkefnis með það að markmiði að viðhalda og vernda öll þau tungumál sem notuð eru af þjóðum heims. Á þessum degi erum við minnt á fjölbreyttan mál- og menningarlegan bakgrunn nemenda okkar og starfsfólks í Melaskóla en nemendur í Melaskóla hafa, auk íslensku, nærri 30 mismunandi tungumál að móðurmáli. Mörg þessara barna læra íslensku sem annað mál í Melaskóla en hér eru þau hvött til þess að viðhalda móðurmálinu og nota það þegar þau geta.

Fögnum fjölbreytileikanum og öllum þeim ólíku móðurmálum sem við höfum! Gleðilegan dag móðurmáls.