Nýtt tungl

Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember efndi Menntamálastofnun, í samvinnu við KrakkaRúv, til ljóðasamkeppni grunnskólanema. Ljóðformið var algerlega frjálst en skemmst er frá því að segja að Embla Karen Egilsdóttir í 6. bekk Melaskóla tók þátt og var hennar ljóð valið það besta á miðstigi. Fær Embla bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Hér er svo verðlaunaljóðið:
Nýtt tungl
Þú hjálpaðir mér
uppúr myrkrinu.
Þú lýstir upp nóttina
líkt og tungl.
Þú særðir mig,
hvorki sól né tungl,
aðeins kaldar stjörnur
skynseminnar.