Skip to content

Óskilamunir í hrönnum

Að venju hafa óskilamunir hrannast upp í skólanum en nú er stefnt að því að hreinsa út. Umsjónarkennarar 1.-4. bekkja munu fara með sína hópa og skoða og vinsa úr það sem krakkarnir eiga. Foreldrar geta svo skotist inn í Skála þegar þeir sækja börn sín ef þeir sakna einhvers sérstaklega eða kannast við eitthvað af því sem sést hér á myndum. Það sem eftir verður í lok fimmtudags 10 desember verður svo fjarlægt.