Skip to content

Hvatningarverðlaun á degi gegn einelti

Í dag fékk Laufey Eyjólfsdóttir kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla afhent hvatningarverðlaun fyrir störf sín. Það eru samtökin Heimili og skóli sem hafa í samstarfi við Menntamálastofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti umsjón með degi gegn einelti. Við óskum Laufeyju innilega til hamingju með viðurkenninguna. Hér má svo lesa nánar um hvatningarverðlaunin og afhendingu þeirra: https://www.heimiliogskoli.is/2020/11/09/dagur-gegn-einelti-skilabod-til-thin/

(Mynd með frétt fengin af heimiliogskoli.is).