Skip to content

Fréttir úr tónmennt

Í tilefni 250 ára fæðingarafmælis Ludwigs van Beethoven fengu allir árgangar fræðslu um tónskáldið. Lesin var saga um líf hans og störf og hlustað á brot úr tónverkum hans inn á milli. Síðan var hlustað og horft á upptökur af nokkrum af hans þekktustu verkum m.a. Für Elise, brot úr 5. sinfóníunni sem kallast Örlagasinfónían, 6.sinfóníunni sem kallast Sveitasinfónían og einnig var hlustað á lokakaflann í 9. sinfónínunni og sunginn nýr texti Braga Valdimars Skúlasonar, Gleðisöngurinn.