Skip to content

Samsöngur á afmælisdegi

5. október verður Melaskóli 74 ára. Þennan mánaðardag árið 1946 var húsið vígt eða fyrir 74 árum. Þetta skólaár er hins vegar 75. skólaárið.

Í tilefni af afmælinu og venju samkvæmt verður samsöngur þennan dag í Skálanum og anddyri Nýja skóla. Samsöngurinn verður undir stjórn tónmenntakennaranna, Svövu Maríu, Mörtu H. og Maríu Oddnýju. Vegna Covid-19 skiptum við upp í eftirfarandi hópa og röðum bekkjunum niður þannig að sem lengst verður á milli þeirra.

Því miður getum við ekki hleypt foreldrum inn en erum að vinna að því að streyma frá söngnum fyrir foreldra.

Hér er dagskráin, mánudaginn 5. október.

Kl. 8:45 í Skála: 1. og 2. bekkur

Kl. 9:15 í Skála: 3. og 4. bekkur

Kl. 9:45 í anddyri Nýja skóla: 5.-7. bekkur