Skip to content

Skólasetning 24. ágúst

Skólasetning 24. ágúst 2020

Á þessum Cóvissutímum neyðumst við til að haga skólasetningunni með öðrum hætti en venjulega. Nú koma nemendur í Skálann án foreldra sinna og einn árgangur í einu.

Í Skálanum verður stutt athöfn, nafnakall (bekkir lesnir í sundur) og svo gengið með umsjónarkennurum til stofu. Þar verður farið yfir stundatöfluna og skipulagið hjá bekknum í vetur og ýmislegt annað sem gott er að gera á þessum fyrsta skóladegi.  Gert er ráð fyrir að þessi dagskrá taki samtals um 45 mínútur.

Kennsla hefst svo skv. stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst, kl. 8:30. Þetta á við um 2.-7. bekk en 1. bekkur er í öðru skipulagi og fá foreldrar nemenda í 1. bekk upplýsingar frá umsjónarkennurum sínum um það.

  • Kl. 8:30             2. bekkur
  • Kl. 9:00             3. bekkur
  • Kl. 9:30             4. bekkur
  • Kl. 10:00           5. bekkur
  • Kl. 10:30           6. bekkur
  • Kl. 11:00           7. bekkur

Skólastjóri