Skip to content

Bréf til foreldra og forráðamanna

Reykjavík 13. ágúst 2020

Til foreldra og forráðamanna nemenda í Melaskóla.

Komið þið sæl.

Þetta bréf er sent á alla foreldra í Melaskóla. Allur foreldrahópurinn fær fleiri bréf fram að skólasetningu, 24. ágúst nk. og einnig foreldrar í einstaka bekkjum.

Ekki hefur verið ákveðið hvernig skólasetning fer fram, í ljósi síðustu tíðinda af Covid-19 en það stefnir í minna aðgengi foreldra að skólanum og skólasetningu án foreldra. Meira um það síðar.

Nemendum skólans hefur fækkað undanfarin þrjú ár en nú virðist hafa hægt á þeirri þróun og hún jafnvel stöðvast. Nemendur eru skv. nýjustu tölum, 578 talsins sem er nánast sama tala og á síðasta skólaári. Þetta gæti þó breyst.

Bekkjum fækkar um tvo. Bekkjadeildirnar fimm í 4. bekk verða nú fjórar deildir í 5. bekk. Þeim árgangi er líka stokkað upp eins og venja hefur verið. Og fjórar bekkjadeildir í 1. bekk á síðasta skólaári verða nú þrjár í 2. bekk. Þar er það 1. HJÓ sem hættir og nemendur hans dreifast á hina bekkina þrjá. Ekki er hægt að gefa upp bekkjaskipan í þessum tveimur árgöngum eða nokkrum árgangi, að svo stöddu, 1. bekkur þar með talinn.

Nemendur í 2.-7. bekk mæta í skólasetninguna mánudaginn 24. ágúst. Það verður fyrir hádegi og líklega einn árgangur í einu. Nánari tímasetning kemur á næstu dögum. 1. bekkur mætir ekki í skólasetninguna heldur verða foreldrar og nemendur boðaðir í viðtöl með umsjónarkennara. Þau viðtöl eru fyrirhuguð 24. og 25. ágúst og munu umsjónarkennarar hafa samband við foreldra.

Kennsla hefst því þriðjudaginn 25. ágúst fyrir 2.-7. bekk en miðvikudaginn 26. ágúst fyrir 1. bekk.

Með góðri kveðju,

Skólastjóri Melaskóla