Skip to content

Sumarkveðja

Þakkir fyrir samstarfið á liðnu skólaári

Melaskóli þakkar nemendum, starfsfólki og foreldrum fyrir samstarfið á nýliðnu skólaári. Sérstaklega ber að þakka fyrir samstöðu og stuðning á tíma samkomubannsins. Nú er skólaárið 2019-2020 á enda runnið, 7. bekkurinn útskrifaður og aðrir nemendur komnir út í sumarið.

Starfsemi skólans fer af stað aftur í byrjun ágúst. Stjórnendur mæta til vinnu eftir sumarfrí 4. ágúst og opnar skrifstofa skólans þá einnig. Skóladagatalið fyrir 2020-2021 hefur verið formlega afgreitt og má skoða hér á vef skólans.

Almennir starfsmenn og stjórnendur mæta til vinnu 4. ágúst en kennarar hefja störf að lokinni endurmenntun, 17. ágúst.

Skólasetning verður svo mánudaginn 24. ágúst. Skólasetningin er bara fyrir 2.-7. bekk en skólabyrjun 1. bekkjar verður auglýst síðar.

Þá verður móttaka nýnema, bæði byrjenda (1. bekkur) og eldri nemenda sem eru nýir í Melaskóla, einnig auglýst nánar síðar.

Með kveðju,

Björgvin Þór Þórhallsson, skólastjóri Melaskóla