Skip to content

Nemendaverðlaun 2020

Ívar Hólm og Lovísa Rán, nemendaverðlaun SFS 2020.

Ívar Hólm og Lovísa Rán, nemendaverðlaun skóla- og frístundarráðs Reykjavíkurborgar 2020.

Lovísa Rán nemandi  í 7. ÍHH hlaut nemendaverðlaun skóla- og frístundarráðs Reykjavíkurborgar. Lovísa var tilnefnd fyrir góðan námsárangur, virkni í félagsstarfi og að auðga bekkjaranda.

Starfsfólk Melskóla og samnemendur Lovísu óska henni innilega til hamingju.

Rökstuðningur:  Lovísa Rán hefur staðið sig með miklum sóma skólaárið 2019-2020. Námsárangur hennar er framúrskarandi í flestum fögum en það er einungis einn af mörgum kostum sem hún býr yfir. Hún hefur verið mjög virk í Réttindaráði Melaskóla og fór í janúar síðastliðnum fyrir hönd Unicef sem einn af sex fulltrúum íslenskra barna og tók þátt í Barnaþingi í Kaupmannahöfn. Þar að auki flutti hún erindi á öskudagsráðstefnu kennara á síðasta ári. Hún er síðar í dag (26.05.20) að fara að keppa fyrir hönd Melaskóla í lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar.

Að lokum langar mig að minnast á hversu heiðarleg, traust og heilsteypt stúlka hún Lovísa er. Samnemendur hennar treysta henni og leita oft til hennar þegar þá vantar einhvern til að tala við. Hún auðgar bekkjarandann með nærveru sinni, auðveldar jafnvel umsjónarkennara sínum starfið og ég tel að hún verðskuldi þessi verðlaun fyllilega

Ívar Hólm umsjónarkennari í 7. ÍHH