Skip to content

Útskrift 7. bekkinga

Útskrift 7. bekkinga í Melaskóla var með hefðbundnu sniði en því miður án foreldra. Við áttum hátíðlega stund í salnum. Skólastjóri ávarpaði samkomuna, nemendur fluttu pistla um árin sín í skólanum, veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og íslensku, „jólahljómsveitin“ lék lag og að loknu ávarpi skólastjóra var fjöldasöngur. Að endingu sleit skólastjóri Melaskóla í 74. sinn. Takk fyrir veturinn!