Skip to content

Útskrift 7. bekkjar

Útskriftarathöfn 7. bekkjar Melaskóla

Brátt líður að því að nemendur í 7. bekk útskrifist úr Melaskóla. Föstudaginn 5. júní, kl. 10, verður haldin útskriftarathöfn í hátíðarsal skólans. Gert er ráð fyrir að hún taki um klukkustund en að henni lokinni fara nemendur í bekkjarstofu með umsjónarkennurum sínum og eiga stutta kveðjustund þar og fá afhentan vitnisburð sinn.

Því miður bjóðum við ekki foreldrum með á þennan viðburð og þykir okkur það mjög miður. Einnig höfum við, að vel athuguðu máli, ákveðið að streyma ekki frá athöfninni heldur. Það er ekki af tæknilegum ástæðum heldur er flækjustigið við það nokkuð hátt vegna persónuverndarsjónarmiða. Við munum þó taka myndir sem verða aðgengilegar fyrir foreldra.

Hér er dagskráin. Útskriftin hefst kl. 10 en nemendur eru beðnir að mæta í heimastofur sínar ekki síðar en kl. 9:50. Þaðan ganga bekkirnir saman uppí sal ásamt umsjónarkennurum sínum.

1.    Inngangsorð skólastjóra.
2.    Tónlistaratriði úr 7. bekk.
3.    Frá nemendum.
4.    Afhending viðurkenninga.
5.    Ávarp skólastjóra.
6.    Ísland ögrum skorið, samsöngur.
7.    Skólastjóri slítur skólanum fyrir skólaárið 2019-2020.

Skólastjóri Melaskóla
Björgvin Þór Þórhallsson