Skip to content

Fjarnám í 5., 6. og 7.bekk

Nú eru nemendur á miðstigi byrjaðir í fjarnámi frá Melaskóla. Hluti af því er hefðbundið heimanám en því til viðbótar ætlum við að biðja nemendur að leysa verkefni inná Google Classroom.
Vonandi hafa allir nemendur aðgang að tölvu heima, ef einhverjir hafa það ekki eru þeir beðnir um að hafa samband við Jórunni (Jorunn.Palsdottir@rvkskolar.is) því skólinn bjargar málum með lánstölvu.

Edda kennari Björnsdóttir gerði leiðbeiningar hvernig á að skrá sig inn í kerfið.
Leiðbeiningar fyrir nemendur í 5. bekk
Leiðbeiningar fyrir nemendur í 6. og 7. bekk

Nánar um kerfið.

Tölvuumhverfið byggist á umsjónarkerfinu G Suite for Education, sem er umgjörð í kringum stafræn verkfæri hjá Google sem skólinn hefur aðgang að og heldur utan um notkun og notendur innan skólans.
Verkfærin sem finnast í G suite kerfinu eru sérstaklega skilgreind fyrir verkefnavinnu með nemendum og er öll uppbygging kerfisins miðuð við að slík vinna geti farið fram á öruggan máta án þess að hætta sé á að óleyfileg gagnasöfnun eigi sér stað.
Nemendur geta notað verkfærin til notkunnar sín á milli og deilt gögnum og verkefnum með hvort öðru og svo kennurum sínum. Kennarar geta svo notað verkfærin til að leggja fyrir ákveðin verkefni og til að safna þeim saman.
Hérna er hægt að nálgast frekari upplýsingar um kerfið m.a. um öryggi gagna nemenda (GDPR) og hvaða skemmtilegu möguleikar eru í boði.