Skip to content

Fréttir úr tónmennt

Undanfarið hafa nemendur verið að syngja ýmis þorralög og má þar nefna t.d. Þorraþrælinn 1866, Þorragleðigleðigaman og Þorrinn er kominn. Þessum lögum fylgja lög eins og Krummavísur, Krummi krunkar úti og Á sprengisandi. Tónmenntakennarar fara einnig vel í textana og útskýra orð og orðasambönd til þess að nemendur skilji og viti um hvað þeir eru að syngja.

Í framhaldi af þessum söng héldu 5. og 6. bekkur áfram með óskalög úr bókinni Sígild sönglög 1. Þar komu nemendur með óskalög og var mikil og skemmtileg stemmning þar sem mjög fjölbreytt lög voru sungin. Þar má nefna: Bí, bí og blaka, Bíum, bíum bambaló, Dýravísa, Ef þú giftist mér, Konan sem kyndir ofninn minn, Einu sinni á ágústkvöldi, Ég bið að heilsa, Fyrir átta árum, Gamli Nói, Hann Tumi fer á fætur, Hótel Jörð, Í Hlíðarendakoti, Land míns föður, Kveikjum eld, Kötukvæði, Litla flugan, Lóan er komin, Maístjarnan, Meistari Jakob á hinum ýmsu tungumálum, Móðir mín í kví kví, Nú er napur norðanvindur, Sá ég spóa í fjórum keðjum, Ríðum heim til Hóla, Siggi var úti, Sigling, Sofðu unga ástin mín, Sumarkveðja, Upp, upp, upp á fjall, Útlaginn, Vem kan segla, Vertu til er vorið kallar á þig, Vér göngum svo léttir í lundu, Mér um hug og hjarta nú, Þei, þei, ró, ró, Þýtur í laufi og Öxar við ána.

Það er greinilegt að nemendur njóta þess að syngja! Í Melaskóla er mikil sönghefð og syngjum við á ýmsum tungumálum, lög í mismunandi tónlistarstílum, árstíðarbundin lög og þessi gömlu góðu sem gott er að kunna til þess að geta t.d. sungið með á ættarmóti.

Syngjandi kveðjur frá tónmenntakennurum.