Skip to content

Kósíhornið klárt

Formel – Foreldrafélag Melaskóla hefur á síðustu misserum hlúð að hjarta skólans, bókasafninu. Búið er að laga kósíhornið og vonandi njóta börnin þess vel. Komnir eru sófar, pop-up sparibækur og fræðibækur um náttúru Íslands og von er á grjónapúða fljótlega. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Tökum okkur bók í hönd og njótum þegar færi gefst. Kærar þakkir Formel.