Skip to content

Til Kaupmannahafnar

Það gleður okkur að segja frá því að hún Lovísa Rán Örvarsdóttir Thorarensen, nemandi í 7.bekk og meðlimur í réttindaráði Melaskóla varð fyrir valinu að fara sem einn af sex fulltrúum barna sem taka þátt í Barnaþingi í Kaupmannahöfn á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar dagana 15.-16.janúar. Lovísa hefur unnið gott starf með réttindaráði Melaskóla síðastliðið ár og flutti einnig erindi á öskudagsráðstefnu kennara á síðasta ári. Það talaði hún um mikilvægi þess að samfélagið okkar meti raddir barna til jafns við aðrar.

Þingið veitir börnum gott tækifæri til að láta rödd sína heyrast og þar fá þau að hafa áhrif á ráðamenn og veita þeim ráðgjöf í málefnum barna.

Við óskum Lovísu góðrar ferðar og erum spennt að fylgjast með frekari fréttum frá Barnaþinginu. Krakkarnir verða með svokallað „takeover“ á samfélagsmiðlum UNICEF á Íslandi. Staðurinn til þess að fylgjast með þeim er því Instagram story og Facebook story UNICEF á Íslandi