Skip to content

LEIKGLEÐI

Að fá tækifæri til að vinna jólaleikrit með jafn skemmtilegum nemendahópi eins og 7. bekkur Melaskóla er, eru forréttindi sem við höfum verið svo lánsöm að fá að njóta. Sú hefð hefur mótast hér við skólann að allir nemendur 7. bekkjar komi að jólasýningunni, hver með sínum hætti út frá áhugasviði hvers og eins.

Þetta er lærdómsríkt ferli, því svona sýning krefst mikillar undirbúningsvinnu og hafa nemendur lagt hart að sér í nokkrar vikur til að hún geti orðið að veruleika. Við höfum sagt nemendum að þau gegni öll jafn mikilvægu hlutverki í sýningunni, hvernig sem þau koma að henni.

Það hefur verið frábært að fylgjast með þessum flotta hópi takast á við þetta viðamikla verkefni. Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Nánari upplýsingar um leikritið má finna hér.