Skip to content

Upplestur í Skála

Ævar Þór Benediktsson las upp úr bók sinni „Þinn eigin tölvuleikur“.

Leiðirnar í gegnum bókina eru allar tengdar. Til að geta sagst hafa klárað bókina þarf lesandinn að klára fimm tölvuleikjaborð: Bendiborð, fótboltaborð, hoppi skopp borð, prinsessuborð og allir-á-móti-öllum borð. Að auki bætist við áskorunin við að finna lokalykilinn í öllum þessum borðum. Þegar öll borðin hafa verið kláruð og lokalykillinn fundinn í þeim öllum þá er loksins hægt að fara í lokaborðið, sigra endakallinn og klára bókina.