Skip to content

Skólaráð Melaskóla fundar

Skólaráð Melaskóla hélt sinn annan fund á skólaárinu, sl. fimmtudag. Allir fjórir fulltrúar nemenda voru mættir auk fulltrúa kennara og foreldra að viðbættum skólastjóranum. Mjög góð umræða varð um húsnæðismál skólans og aðbúnað, einnig ýmis mál sem liggja á hjarta nemenda. Virkni nemendafulltrúanna, sem koma allir úr 7. bekk, lofar góðu fyrir komandi starf ráðsins.

Hér er fundargerðin. Eins og þar kemur fram er von á ályktun ráðsins um húsnæðismál Melaskóla.