Skip to content

Baðstofustemning

Það er góður siður að hlýða á upplestur í skammdeginu og af nógu er að taka þegar nær dregur jólum. Við höfum fengið rithöfunda í heimsókn og hafa þeir lesið fyrir nemendur í Skálanum, nokkur hundruð börn í einu,  vel gert hjá þeim. Að þessu sinni komu: Bjarni Fritzson og kynnti bókina sína Orri óstöðvandi,  Ævar Þór og kynnti bókina sína Þitt eigið tímaferðalag og Þorgrímur Þráinsson og kynnti bókina sína Henri – Rænt í Rússlandi.