Skip to content

Þemadagar á degi íslenskrar tungu

Krakkarnir 2. bekk föndruðu töfragleraugu. Þau lásu Hetjubókina um hana Sólu sem þarf að fá gleraugu, upplifir sig öðruvísi og verður lítil í sér. Hún kallar gleraugun því töfragleraugun og finnur fljótt að hún er bara hún sjálf þrátt fyrir gleraugun, einstök á sinn hátt. Hún sér nú betur og endar með að bjarga skólafélögum sínum frá eldsvoða. Hún er ráðagóð og firnasterk, líka með gleraugun.