Skólinn útvegar ritföng

Nú verður sú breyting á hjá grunnskólum Reykjavíkur að foreldrar þurfa ekki að kaupa ritföng heldur útvega skólarnir þau, foreldrum að kostnaðarlausu. Skólarnir fá fjármagn til þessara viðbótarútgjalda og Reykjavíkurborg hefur tekist að ná hagkvæmum innkaupum fyrir skólana í heild. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni og vonandi gengur framkvæmdin vel. En þetta þýðir þá að engir innkaupalistar verða gefnir út - enda ekkert að kaupa nema skólatöskur, pennaveski, íþróttaskór og fleira í þeim dúr, ef þörf er á. Ritföng (blýantar, reglustikur, strokleður, yddarar, stílabækur o.s.frv.) verða til reiðu í skólanum.