Íþróttafréttir

Norræna skólahlaupið

hlaupmelo f

Fimmtudaginn 7. september var Norræna skólahlaupið haldið á Ægisíðunni. Það fór fram með hefðbundnu sniði, nemendur mættu niður á Ægisíðu og hlupu á göngustígnum en í boði var að fara 2,5km, 5km, 7,5km eða 10km. Hver bekkur tók svo saman fjölda hlaupna kílómetra og er gaman að segja frá því að nemendur í Melaskóla hlupu 2497.5 Km þennan morgun. Glæsilegur árangur.

Borðtenniskennsla

bordtennis

Í september bauð borðtennisdeild KR uppá borðtenniskennslu í 3.-7. bekk. Þrír þjálfarar mættu , Skúli, Kristján Viðar og Ársól og sýndu krökkunum réttu tökin. Krakkarnir höfðu gaman af og  sýndu góða takta. Í næsta mánuði má svo búast við fleiri nýjungum s.s. eins og sippkennslu. Skemmtileg viðbót við annars kraftmikla og góða íþróttakennslu í Melaskóla.

 

Fjöruferð í 1. bekk

  • 20170913 1304335
  • 20170915 143113 0011

Nemendur í 1.bekk fóru i fjöruferð síðast liðna viku í tilefni dags íslenskrar náttúru. Þar var ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt að finna eins og bóluþang, kuðunga, melgresi, skeljar, sand og steina. Lögð var áhersla á að vekja börnin til umhugsunar um lífríkið þar og mikilvægi þess að ganga ávallt vel um náttúruna.

Vertu þú sjálfur

tilvitnun

Nemendur í 7. bekk bjuggu til sínar eigin tilvitnanir á skólasafninu.

Útikennsla á svölunum

myndmennt

Nemendur og kennarar nýttu góða veðrið og fluttu kennsluna undir bert loft í haustblíðunni.