Samsöngur á afmælisdegi

 

 • sams1
 • sams2
 • sams3
 • sams4
 • sams5
 • sams6
 • sams7

Á  72 ára afmælisdegi Melaskóla, föstudaginn 5. október, var samsöngur í Skála. Söngurinn tókst einstaklega vel hjá nemendum. Í lokin voru svo  fullorðnir fengnir til þess að syngja, en danski söngvarinn Kim Larsen lést fyrir stuttu og var lagið De smukke unge mennesker sungið. Undirtektir voru mjög góðar og höfðu allir gaman af.

 

Afríkutónar

 • afrika1
 • afrika2
 • afrika3
 • afrika4
 • afrika5

Nemendur úr 10. bekk í Þingeyjarskóla komu í heimsókn í gær og spiluðu fyrir okkur afrísk lög á marimbur og trommur. Þetta voru virkilega hressandi tónleikar og gátu nemendur dansað og klappað með. Heimsóknin er í tengslum við Fest Afrika sem haldin er þessa vikuna.

(Jóla-) Smákökur í heimilisfræði

smakokur2

 

 

Meistarabakarar í 7. bekk eru byrjaðir að æfa handtökin fyrir komandi jólabakstur!

Þau nota eina grunn-uppskrift af smákökudeigi sem býður upp á marga möguleika í útfærslu.

smakokur3 smakokur1

Orðsending frá foreldrafélaginu

Aðalfundur Formel er boðaður mánudaginn 15. október næstkomandi klukkan 17:15 í Melaskóla og er gert ráð fyrir að fundi verði lokið í síðasta lagi klukkan 18:30. Boðið verður upp á bíómynd og eftirlit fyrir börn á meðan á fundi stendur.

Eins og staðan er í dag vantar okkur 2-3 í stjórn félagsins svo við hvetjum þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu með okkur í vetur að mæta og bjóða fram krafta sína.
Vonumst til að sjá sem flesta.